Hlakkaði virkilega til að spila þetta demo en er strax orðinn fyrir vonbrigðum. Já, í fyrsta lagi er leikurinn ótrúlega hægur í öllu nema 640x480 hjá mér.. ég er reyndar ekki með neitt sérstaka tölvu (2100xp+, gf4ti4200 128mb, 512mb ram) en í guðanna bænum, grafíkin er ekki það góð að maður sættir sig við svona lélegt performance. Modellin í leiknum eru svo allt annað en flott. En ekkert er hægt að tweaka grafíkina hjá sér til að reyna spila þetta í ágætri upplausn með ásættanlegt fps.. þú getur fáu öðru breytt nema upplausninni - mjög slappt.
Svo eru það controls. Alveg fáránlegt. Maður eyðir tíma í að stilla þau eins og manni þykir þægilegast og kemst svo bara að því að skúrkarnir stilltu config fælinn á read only áður en þeir gáfu demoið út. Lélegt það..
Ef þú vilt nú samt spila demoið ættirðu að fara í my documents -> deus ex - invisible war demo, hægri smella á user.ini, fara í properties og taka read-only af. Var nú að komast að þessu sjálfur, ætla að fara aftur í demoið og reyna að spila það í gegn þrátt fyrir það hversu slappt það virðist vera. Ég var mjög hrifinn af fyrri leiknum en þetta demo olli mér miklum vonbrigðum.. ég vona bara að þeir haldi áfram að vinna að leiknum í nokkra mánuði í viðbót áður en hann verður gold.