Hæ hæ hæ, ég rakst fyrir nokkru á allveg magnaða síðu á netinu.. þetta er pictionary spilið og tók ég eftir að það var hægt að spila það á fullt af tungumálum nema Íslensku… Svo ég og systir mín tókum okkur til og sendum þeim sem sjá um þennan netleik orðalista með fleiri þúsund íslenskum orðum… þannig að núna er hægt að spila hann á Íslensku og það er líka mjög þroskandi fyrir krakkana að prófa.
Leikurinn er á slóðinni: www.isketch.net og þú þarft ekki að borga krónu til að spila hann, eina sem þarf að gera er að fara á síðuna, velja notendanafn og fara svo í “other languages” og velja þar “Icelandic”. Endilega prófiði hann og látiði aðra vita því eins og er þá vita svo fáir af þessu en ég veit að fullt af fólki finnst pictionary teiknispilið allveg mega fyndið og skemmtilegt en hefur bara ekki hugmynd um að hægt sé að spila það á Íslensku á netinu.
Hér er slóðin enn og aftur: http://www.isketch.net