Kæra áhugafólk um gullöldina sem og aðrir notendur Huga.
Nú hefur enginn annar en höfundur þessarar þráðar tekið að sér að vera stjórnandi á þessu virðulega áhugamáli.
Ég mun nú vinna markvisst að því að bæta áhugamálið og reyna að fá hjálp ykkar, áhugfólks um tónlist bendlaða við gullöldina til að hjálpa mér, að vissu marki.
Það sem ég stefni á að gera meðal annars:
-Halda borða/síðuhaus(banner) samkeppni fyrir áhugamálið
-Uppfæra “Blessuð sé minning þeirra” (mikilvægt)
-Koma röð og reglu á aðra dálka á áhugamálinu (endurskoða “Gott lag” og “Pink Floyd staðreyndir” og “Gullaldar trivia”)
-Endurvekja gullaldartrivia, ef áhugi er á því.
-Koma upp góðu andrúmslofti þar sem innihaldsríkar umræður geta átt sér stað.
Það sem ég vill biðja ykkur um að gera er að:
-Halda áfram að senda inn myndir. Margar mjög töff myndir hafa verið að koma inn upp á síðkastið.
-Senda inn kannanir
-Stofna þræði um hvað sem er, tengt gullöldinni
(það þarf ekki að tengjast tónlistinni beint. Þræðir tengdir tíðaranda eða bara einu tengdu myndbandi eru til dæmis velkomnir)
-Skrifa plötudóma eða greinar. Ekki vera hrædd við að segja það sem ykkur finnst.
-Síðar meir að hjálpa mér að skrifa greinar um þær manneskjur, sem vantar grein í “Blessuð sé minning þeirra”
-Fylgjast með og stunda áhugamálið af krafti!
Ég vona að allir séu sáttir og tilbúnir í að koma þessu geimskipi aftur á loft. Við stefnum á sporbaug tunglsins fólk!
Virðingafyllst Xanderz,
Stjórnandi á /gullöldin