Góðan daginn. Ég ætla að gera grein um plötuna Abbey Road með Bítlunum þar sem ég hef bara séð eina Abbey Road grein hérna sem var léleg.


Lagalisti:

1. Come Together
2. Something
3. Maxwell's Silver Hammer
4. Oh! Darling
5. Octopus's Garden
6. I Want You (She's So Heavy)
7. Here Comes the Sun
8. Because
9. You Never Give Me Your Money
10. Sun King
11. Mean Mr. Mustard
12. Polythene Pam
13. She Came in Through the Bathroom Window
14. Golden Slumbers
15. Carry That Weight
16. End
17. Her Majesty



Come together

Platan byrjar á mjög góðu lagi, minnir á dress-mann lagið John Lennon samdi mest af því og mjög catchy bassalína.
Lagið er um mann sem hét Timothy leary's sem var geðklofi og textinn fjallar um hann.

8.3/10

—————–

Something

Eitt af bestu lögunum með Bítlunum og var samið af Meistara George! Ef þið hafið ekki heyrt það hlustið á þetta, alveg frábær texti, ástarlag.

9.8/10

—————–

Maxwell's silver hammer

Mjög skemmtilegt grín lag sem fjallar um Maxwell sem drap fólk með silfurhamrinum sínum eða kærustu, kennara og fangelsisdómara.

“But when she turns her back on the boy,

He creeps up from behind.

Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Came down upon her head.
Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Made sure that she was dead.”

8.5/10

—————–

Oh darling!

Gott lag sem Paul McCartney syngur og fjallar um að unnusta sé að fara frá honum og hann alveg í rústi [Held ég!]

“Oh! Darling, if you leave me
I'll never make it alone
Believe me when I beg you
Don't ever leave me alone

When you told me you didn't need me anymore
Well you know I nearly broke down and cried”.

8.9/10

—————–

Octopus's garden

Mjög skemmtilegt lag eftir Ringo Starr fjallar um líf kolkrabba og hve frábært væri að vera kolkrabbi. Hann syngur um hvernig líf þeirra er, hann fékk hugmyndina frá því þegar hann var strákur á sjóferð þá sagði skipstjórinn honum frá lífi þeirra.

“I'd like to be, under the sea
In an octopus' garden in the shade
He'd let us in, knows where we've been
in his octupus' garden, in the shade.”

8.5/10

—————–

I wan't you (She's so heavy)

Ég er ekki alveg að fatta þetta lag, fínt.

6.5/10

—————–

Diskur 2!


Here come's the sun

Mjög fallegt lag og auðvitað eftir George Harrison. Hann var ekki lélegri enn Lennon eða McCartney ef etthvað þá betri. Lagið fjallar um hvernig honum leið alltaf þegar dagurinn var búinn eftir að þeir voru búnir að taka upp og búnir að vera púla mikið í stúdíói.

“Little darlin' the smiles returning to their faces
Little darlin' it seems like years since it's been here
Here comes the sun, here comes the sun
And I say it's all right”.

9.0/10

—————–

Because

Mjög flott lag. Það er oft sagt að þetta sé lagið Moonlight Sonata með Ludwig Van Beethoven afturábak það er ekki rétt enn mjög líkt og John Lennon byrjaði á að semja þetta lag þegar Yoko Ono var að spila Moonlight Sonata og bað hana að spila það afturábak. Honum fannst það flott og ákvað að gear lag sem hét Because úr því bara aðeins breytt.

8.0/10

—————–

You never give me your money

Fallegt lag! Mæli með því. Það fjallar um hvernig þeir urðu frá strákum sem áttu enga pening í fræga ríka menn, mín skoðun á því reyndar.

“Out of college, money spent
See no future, pay no rent”.

Semsagt þeir áttu engan pening og endaði svo með því að þeir verða ríkir.

“One sweet dream came true today
Came true today
Came true today (yes it did)”

Og þá eru þeir örugglega að tala um það þegar þeir meikuðu það og verða ríkir og frægir.

9.5/10

—————–

Sun king


Þetta lag er ég að digga mest með Bítlunum þessa dagana! Ég skil ekkert textann enn mér finnst þetta alveg unaðslegt eitthvað svo rólegt og öðruvísi. Þetta lag gæti fjallað um hvernig er að vera í vímu eða eitthvað. Texti sem bendir til þess:

“Everybody's laughing
Everybody's happy”

Svo er restin af laginu bara “Here comes the sun king” og svo eitthvað sungið á spænsku eða eitthvað, persónulega finnst mér það flottasti kaflinn.

“Quando paramucho mi amore de felice carazon
Mundo paparazzi mi amore chicka ferdy parasol
Presto abrigado tantamucho cake and eat it carousel”.

9.7/10

—————–

Mean Mr. Mustard

Ágætt lag sem á að vera um konu sem bjó út á götu í London.

“Mean Mister Mustard sleeps in the park
Shaves in the dark trying to save paper
Sleeps in a hole in the road
Saving up to buy some clothes”.

7.0/10


—————–

Polythene Pam

Mjög fjörugt lag, og flott. Polythene Pam á að vera systir Mean Mr. Mustard.

8.5/10

—————–

She came in through the bathroom window

Sniðugt lag ennn er ekki alveg að fatta það, fínt bara.

7/10

—————–

Golden Slumbers

Eftir mörg hröð og ágætlega rokkuð lög er komið að rólegu lagi, mjög mjög fallegt. Fallega sungið af Paul. Píanó á mikinn þátt í þessu, hjartnæmur texti. Paul sá textann í þessu lagi í ljóðabók sem systir hans átti eitthverntímann.

9/10

—————–

Carry that weight

Sama lag og You never give me your money bara styttra með öðrum texta. Paul segir að meiningin sé ef John Lennon myndi leyfa Bítlunum að hætta þá myndi hann “carry that weight” allt sitt líf.

8.5/10

—————–

The end

Þetta lag átti að vera seinasta lagið á plötunni eins og nafnið segir. Það fínasta lag. Seinasta setningin úr þessu lagi er mjög fræg hjá aðdáendum því þetta er seinasta setninginn úr seinasta lagi Bítlana [Her majesty var ekkert alvöru lag].

“And in the end, the love you take is equal to the love you make”.

8.0/10

—————–

Her majesty

Þetta lag er í 23 sekúndur enn mér finnst þetta flott og fjallar um Her Majesty sem maðurinn í laginu er hrifinn af enn hann hefur ekki kjark til að tala við hana og segja henni hvað hann er ástfanginn af henni.

“I want to tell her that I love her a lot
But I gotta get a bellyful of wine”.

8.5/10

—————–

Platan í heild sinni er meistaraverk og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara og kvet alla til að hlusta á hana.

9.3/10

Besta plata sem ég hef heyrt ásamt White album [Hef ekki ennþá heyrt hina fullkomnu plötu]. Endilega segið hvað ykkur finnst um þennan dóm fyrsti plötudómur sem ég hef gert. Takk fyrir mig.

Davíð Þór.


Heimildir: Www.wikipedia.org


Fyrir lata fólkið sem nennir ekki að kynna sér þetta sjálf læt ég radioblogclub linka á nokkur lög:


http://radioblogclub.com/open/95430/you_never_give_me_your_money/beatles%20-%20you%20never%20give%20me%20your%20money

http://radioblogclub.com/open/123056/golden_slumbers/Golden%20Slumbers

http://radioblogclub.com/open/50334/abbey_road/The%20Beatles%20-%20Abbey%20Road%20-%2005%20-%20Octopus%27s%20Garden

http://radioblogclub.com/open/128426/something_beatles/09_the_beatles_-_something