Mér fannst bara of langt síðan það kom seinast inn plötudómur þannig að ég ákvað að skella mér í einn.

Í þessari grein ætla ég að fjalla um hina frábæru plötu, Hotel California með þeim snillingum frá Los Angeles, í hinu frábæra og áhrifamikla bandi, The Eagles.

Platan var tekin upp í Mars-Október 1976 og kom hún á almennan markað þann 8. Desember 1976. Ég mæli mjög með þessari plötu, enda má finna þar alveg hreint út sagt frábær lög.

Lagalisti:
Hotel California (6:31)
New Kid In Town (5:04)
Life In The Fast Lane (4:46)
Wasted Time (4:55)
Wasted Time (Reprise) (1:23)
Victim Of Love (4:09)
Pretty Maids All In A Row (3:59)
Try And Love Again (5:11)
The Last Resort (7:27)

Hotel California - Don Felder/Glen Frey/Don Henley
Þetta lag er þvílíkt meistarastykki og án efa þeirra frægasta lag. Platan heitir eftir þessu lagi. Þegar ég heyrði það í fyrsta skipti, hreifst ég um leið af þessu snillarverki, og varð þar um leið eitt af mínum uppáhaldslögum. Gítarsólóinn í því er ekkert smá flottur og er þetta einn af mínum eftirlætis sólóum af öllum þeim sem ég hef heyrt.
Einkunn: 10/10

New Kid In Town - Don Henley,/John David Souther/Glenn Frey
Eitt af mínum uppáhaldslögum með Eagles enda frábært lag hér á ferð. Frekar svona rólegt lag sem gott er að hlusta á rétt fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.
Einkunn: 9/10

Life In The Fast Lane - Don Henley/Joe Walsh/Glenn Frey
Hér kemur enn annað lag sem er eitt af mínum eftirlætislögum með Eagles. Mjög flött og nokkuð fjörugt rokklag sem kemur manni alltaf í stuð. Gott hljóðfæraspil í þessu lagi og flottur söngur.
Einkunn: 9,5/10

Wasted Time - Glenn Frey/Don Henley
Mjög rólegt og gott lag í alla kanta. Eitt fallegasta lag Eagles að mínu mati auk þess af hafa frábæran söng. Bara frábær lagagerð hér á ferð.
Einkunn: 9,5/10

Wasted Time(Reprise) - Don Henley/Jim Ed Norman/Glenn Frey
Sinfóníu útgáfa af Wasted Time og bara nokkuð vel heppnuð. Gaman að hlusta á Wasted Time venjulegu útgáfuna og svo þessa sinfóníu útgáfu strax á eftir. Kemur svona ákveðinn fílíngur í mann.
Einkunn: 8/10

Victim Of Love - Don Felder/John David Souther/Glenn Frey/Don Henley
Þetta lag er nokkuð flott og með ágætis rokkfíling. Frekar svona einfalt lag með flottum gítarsólói. Sjaldan sem það kemur mér ekki í stuð.
Einkunn: 8,5/10

Pretty Maids All In A Row - Joe Walsh/Joe Vitale
Mjög rólegt lag sem byrjar á flottu píanóspili. Mjög fallegt lag. Lítið annað hægt að segja.
Einkunn: 8/10

Try And Love Again - Randy Meisner
Flott stykki sem angar af ferskleika eins og heyra má. Flott lagasmíð hér á ferð þó svo að Meisner hafi ekki samið svo mörg lög.
Einkunn: 7,5/10

The Last Resort - Glenn Frey/Don Henley
Enn eitt snilldarlagið eftir þá Frey og Henley sem sýnir það og sannar hversu góðir lagasmiðir þeir eru. Nokkuð rólegt og fallegt lag sem alltaf er jafn gaman að hlusta á.
Einkunn: 9/10

Plötunni gef ég svo sjálfri 9,5 í einkunn.
asdf