Atom Heart Mother er ein af mínum uppáhalds Pink Floyd plötum og mæli ég sterklega með henni.
Atom Heart Mother var tekin upp í mars - ágúst árið 1970 í Abbey Road stúdíóinu í London og kom hún út í Bretlandi, 10 október, 1970. Platan ber nafnið af upphafslagi plötunnar.
Plötuumslagið finnst mér nokkuð flott en þar er mynd af einni kú án stafa og þess háttar.
Lögin: Atom Heart Mother (suite)
If
Summer ‘68
Fat Old Sun
Alan’s Psychedelic Breakfast
Atom Heart Mother (suite) – David Gilmour, Roger Waters, Nick Mason, Richard Wright, Ron Geesin.
Mjög langt lag (23:44) en algjör snilld. Laginu er skipt niður í 6 parta. Þeir eru eftirfarandi:
1 Father's Shout (0:00.00 - 5:25.66)
2 Breast Milky (5:25.66 - 10:12.33)
3 Mother Fore (10:12.33 - 15:32.08)
4 Funky Dung (15:32.08 - 17:43.29)
5 Mind Your Throats, Please (17:43.29 - 19:49.69)
6 Remergence (19:49.69 - 23:43.00)
Þetta lag hreif mig um leið og ég heyrði það í fyrsta skipti. Þetta er instrument – lag og því er ekkert sungið í því eins og í mjög mörgum upphafslögum á plötum með Pink Floyd. Einstaklega gott lag og góður gítarsóló.
Einkunn – 9,5
If – Roger Waters
Rólegt lag sem byrjar á kassagítar spili og Waters syngur. Þar á eftir bætast svo rólega inn fleiri hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, píanó og trommur. Gítarsólóarnir eru mjög einfaldir en nokkuð flottir. Þetta er bara mjög einfald lag í alla kanta og mjög þægilegt að hlusta á.
Einkunn – 9,0
Summer ’68 – Richard Wright
Byrjar á mjög flottu píanó spili og er sungið af Richard Wright. Mér finnst það líkjast dálítið Atom Heart Mother á köflum. Einstaklega flott lag, góður söngur og bara frábærlega samið. Píanóið er alveg frábært í þessu lagi, að mínu mati, enda sérsvið Wrights.
Einkunn – 9,4
Fat Old Sun – David Gilmour
Flott lag sem er sungið af Gilmour. Reyndar spilar hann á öll hljóðfærin í laginu fyrir utan hljómborð, en þar hefur Wright stjórnina. Frábær sóló og bara mjög gott lag í alla kanta.
Einkunn – 8,7
Alan’s Psychedelic Breakfast - David Gilmour, Roger Waters, Nick Mason, Richard Wright
Langt og gott lag sem byrjar á mjög skemmtilegu “morgunmatar hljóði”. Píanóið kemur svo hægt inní og fleiri hljóðfæri þar á eftir. Mér fannst þetta lag stórfurðulegt þegar ég heyrði það í fyrsta skipti en svo þegar ég fór að hlusta á það oftar fannst mér það alltaf betra og betra. Enginn söngur er í laginu og er þetta gott lag til að hlusta á rétt fyrir svefninn. Píanó kaflinn sem byrjar á fjórðu mínútu finnst mér besti parturinn. Frábærlega samið lag af öllum meðlimum Pink Floyd og mæli ég með því.
Einkunn – 9,5
Plötunni gef ég svo sjálfri 9,2 í einkunn.
Ýmsar heimildir fékk ég á www.wikipedia.org
Þetta er minn fyrsti plötudómur svo að það gæti vel verið að það sé eitthvað í honum sem þið eruð ekki sammála. Endilega komið með ykkar skoðanir.
asdf