1. A Hard Days Night(7/10):
Mjög gott og skemmtilegt lag, samið af John. Gítarhljómurinn í byrjun lagsins var tekinn upp áþrjá eða fjóra gítara sem gerir hljóminn óvenjulegan. En þessi hljómur er fullkominn til að byrja lagið og til að byrja plötuna.
2. I Should Have Known Better(6/10):
Þetta lag er líka samið af John og gítarleikurinn í laginu er hrífandi. John spilar á munnhörpuna að vanda og syngur. Söngur virðist stundum ætla að bresta hjá John, en heldur áfram þr´stt fyrir það, sem er frekar vel gert hjá honum og í heildina er lagið mjög gott.
3. If I Fell(8/10):
Róleg ballaða. Hún er mjög falleg, og enn og aftur saminn af John einsog flest lög plötunar. Þetta er mjög falleg ballaða að hætti John's.
4. I'm Happy Just To Dance With You(6/10):
Lag John's handa George. George fær að syngja I'm Happy Just To Dance With You. Lagið er alveg ágætlega gert hjá George þó svo að söngrödd hans sé ekki mjög öflug, þá hjálpa John og Paul honum.
5. And I Love Her(8/10):
Mjög falleg ballaða eftir Paul. Sólógítarleikur George er mjög fallegur. Paul náttúrulega syngur lagið. GEorge opnar lagið með fallegu riffi og lokar því svo aftur.
6. Tell Me Why(5/10):
Tell Me Why er lag sem mér þykir ekki vera uppá marga fiska. Lagið er samt sem áður skemmtilegt en samt ekkert voðalegt tónverk.
7. Can't Buy Me Love(9/10):
Snilldarlag! Lagið er eitt af þrem lögum á plötuni sem eru eftir Paul. Lagið er í 50's rokkstíl og er mjög skemmtilegt lag. Sólóið er líka gott.
8. Any Time At All(8/10):
Þetta er kannski ekkert rosalegt lag, en það er eithvað sem ég heyri við´það og þaðgrípur mig mjög og lagið heillar mig. Kannski er það píanóleikurinn……
9. I'll Cry Instead(8/10):
ÓÓÓÓÓÓ… Þetta er lag sem ég hlustaði mjög, mjög, mjög mikið á fyrir nokkkru. Í raun og veru er þetta lag mjög sterkt, ég er búinn að vera aðspáí það<og það sama gildir um You Can't Do That.
10. Things We Said To Day(9/10)
Seinasta lag Paul's á plötuni. Gítarriffið í byrjun lagsins er mjög áhugavert. Svo millikafli lagsins líka áhugaverður.
11. When I Get Home(5/10)
Mér finnst þetta sísta lag plötunar. Ekkki ömjrlegt samt en sísta lag plötunar.
12. You Can't Do That(8/10):
þetta lag er gott, það þarf eigilega ekkert meira að segja um lagið. En samt smá meira. Hlustið á hve miklu hlutverki bakraddirnar gegna í viðlaginu. Þið fattið það um leið og þið hugsið um viðlagið án bakraddana.
13. I'll Be Back(7/10):
Róleg ballaða eftir John. Skemmtilega gott lokalag sem ber heitið I'll BE BAck, sem passar mjög því þetta er loklagið. Kassagítarleikurinn fellur vel inní lagið og ef maður hlustar vel á hann heyrir maður hvað kassagítarleikurinn gegnir miklu hlutverki í laginu.
Allt í allt fær platan 10/10, ég ákvað að vera rausnarlegur. Þetta er frekar vel gert hljómverk ef satt á að segja.