Flest ykkar ættu að kannast við ELP eða Emerson,Lake and Palmer en platan Brain Salad Surgery er oftast talin besta plata þeirra. ELP hefur ávallt verið talin leiðandi í Progressive tónlist en tónlist þeirra einkennist af hreint út sagt frábærum hljóðfæraleik sem hefur varla heyrst í annari rokk músík. ELP voru ein af fyrstu svokölluðu “súpergrúppum” en meðlimir þeirra voru:
Keith Emerson, hljómborð, synthesizer, píanó, söngur og fleira.
Carl Palmer, trommur og ásláttarhljóðfæri.
Greg Lake, söngur, bassi og gítar.
En já svona er platan Brain Salad Surgery:
1.Jerusalem
2.Toccata
3.Still…You turn me on
4.Benny the Bouncer
5.Karn Evil 9
auka lög á afmælisútgáfu:
6.Brain Salad Surgery
7.When the Apple Blossoms Bloom in the Windmills of Your Mind I´ll be Your Valentine
8.Excerpts From Brain Salad Surgery.

1.Jerusalem, nokkuð flott svona “intro” lag og reyndar er svona “sinfóníu” stíll yfir því með rosalega flottu orgeli og trommum pg allskonar áslætti.

2.Toccata, þetta lag býr yfir svolitlum kvikmyndatónlista stíl og það eru rosalega flottir synthar og trommurnar eru rosalega flottar líka sérstaklega í endann þegar þær spila inní einhverja syntha smasuðu sem koma svolítið út eins og sírenur, annars mjög flott lag!

3.Still you turn me on…,þetta lag kemur svolítið svona out of the blue, hin lögin á undan eru rosalega flott “tónverk” síðan kemur þessi fína ballaða sem er vel sungið í.

4.Benny the Bouncer, algjör snilld þetta lag! Þetta er svona karnival sýra sem þeir félagar eru bara eitthvað að rugla saman, hinsvegar er píanóleikurinn mjög flottur og trommurnar góðar líka.

5.Karn Evil 9, þetta lag er óumdeilanlega flottasta lag sem ég hef heyrt! Það væri hægt að skrifa grein um þetta rosalega tónverk, enda er þetta lag 30 mínútur og þetta lag er svona hápunktur plötunnar. Laginu er vanalega skipt í fjóra parta sem eru first impression part 1, second impression part 2, second impression og third impression. First impression part 1 er ótrúlega flott og hljómborðið er geðveikt sem og bassinn sem er virkilega flottur, trommurnar er frekar jazzy sem kemur flott út. Síðan kemur rosalegt sóló frá Greg Lake, eitt af uppáhalds sólóunum mínum og að mínu mati þá er Greg Lake virkilega vanmetinn gítarleikari en þetta sóló er snilld!First impression part 2 er mjög kraftmikið með svolítið svona Deep Purple áhrifum en bara miklu betra og trommurnar eru flottar sem og orgel sólóið og gítarinn er flottur líka. Second impression byrjar sem svona smá píanó konsert en svo koma trommur og ógeðslega svalur bassi inn í, síðan þróast lagið inn í svona caribbean synth með allskonar hristum og svoleiðis. Third Impression byggist á miklum synthum og píanó reyndar er svolítið erfitt að lýsa þessu lagi, maður verður að hlusta á það sjálfur það er svo mikið af töktum og nýjum riffum!

6.Brain Salad Surgery, nett rokkað lag með flottu hljómborði og geggjuðum gítar! Carl Palmer breytir líka um takta mjög oft og það sannar hvað hann er geðveikur trommari, annars er þetta bara nokkuð þétt rokklag.

7.When the Apple Blossoms Bloom in the Windmills of Your Mind I´ll be Your Valentine, þetta lag byrjar á grúví trommum en síðan kemur bassinn inn í og magnaður hljómborðsleikur, svo bætast allskonar synthar. Mjög dæmigert lag fyrir þessa plötu.

8.Excerpts From Brain Salad Surgery, þetta eru bara bútar úr öllum lögunum soðnir saman í eitt lag ekkert special svosem.

En annars þá er þetta geggjuð plata sem allir gullaldarrokkarar ættu að eiga því hún býr yfir þvílíkum virtúoso hljóðfæraleik og flottum melodíum. Ég gef þessari plötu 4og hálfa af fimm!
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.