Ok, minn fyrsti plötudómur á huga.is
Í þessum pistli ætla ég að taka fyrstu plötu Pink Floyd í gegn, plötuna “The Piper At The Gates Of Dawn”, sem þykir af mörgum vera eitt uppistöðu verk pshycadelic tímabilsins.
Já þetta er frumraun Pink Floyd, hljómsveitar sem átti eftir að vera ein af þeim vinsælustu, og vafalaust allir sem lesa þetta hafa eitthvern tíma heyrt í. En það hafa ekki allir heyrt í þessari plötu, ekki mikið hefur verið spilað í útvarpi af “early” Pink Floyd, sjónarhornið beinist að mestu leiti á Dark Side og Wall. En það þíðir ekki að fyrri plöturnar séu verri, alls ekki, eiginlega bara betri, að mínu mati auðvitað. En já snúum okkur að plötunni, hún er ellefu laga löng og coverið er mjög svo í anda tímans, pshycadelískt, en það var maður að nafni Vic Singh sem tók framhliðina en Syd gerði sjálfur bakhliðinna, þess má geta að þetta er ein af fáum Pink Floyd plötum þar sem meðlimirnir sjást framan á. Þetta er eina Floyd platan þar sem Syd Barrett var við stjórnvölin, hann á aðeins eitt lag á næstu plötu og þar með er hans efni í hljómsveitinni upptalið, en hann á öll lögin nema eitt á þessari plötu.
Platan einkennist að barnslegri einlægni, ævintýralegum textum og mjög svo flottum söng Barrett sem passar akkúrat við andrúmsloftið á plötunni. Hún byrjar á geimlaginu Astronomy Domine, eitt af tveimur lögum á plötunni sem komust inn á Echoes safnið, mjög svo flott gítarspil er í þessu lagi og textin fjallar um stjörnur og sólkerfið okkar, þar er upptaling á ýmsum fyrirbærum geimsins:
“Jupiter and Saturn, Oberon Miranda and Titania,
Neptun, Titan stars can frighten”
er til dæmis ein lína úr laginu, mjög svo flottur texti. Lagið er svakalega flott og er mjög speisað, ég mundi gefa því svona 8 af tíu mögulegum.
Næsta lag á eftir er lagið Lucifer Sam, lag sem fjallar um kött Satans, og hvernig hann situr alltaf við hliðina á þér. Lagið er mjög gott, fjörugt, rokkaðasta lagið á plötunni, góður texti og flott undirspil, þetta mynnir einhvern vegin ekki á Pink Floyd finnst mér, þetta er allavega ekki líkt því sem Waters var að gera fyrir utan flott hljómborðundirspil Wrights. Þetta lag fær 8,5 af tíu mögulegum. Næst kemur lagið Matila Mother, ævintýra söngur um kónga og þvíumlíkt, en það fjallar líka um móður, sem er að lesa sögunna fyrir barn sem getur ekki beðið eftir næsta hluta úr sögunni. Þetta lag verður síðan af eitthverjum sýrubræðingi í endan (það er á engan hátt verra). Mér finnst söngurinn flottastur við lagið, passar vel inní, flott sóló líka í endan, þetta lag fær svona 7 af tíu.
Nú kemur að meistarstykkinu Flaming, þetta lag er mitt úppáhalds á plötunni, frábært lag, textinn alveg mergjaður og Barrett fer á kostum í þessu lagi, lagið er með rólegu flautuspili undir og léttu kassagítarglamri ásamt þess sem Wright kemur sem flotta hljóðgervilskafla. Það besta við lagið er samt textinn, hann er með þeim flottari sem Pink Floyd sömdu, lagið er mjög glaðlegt og kemur þér alveg örugglega í gott skap. Mjög flott. Lagið fær 9 af tíu mögulegum. Stórkostlegt lag alveg.
Pow R. Toc H. heitir næsta lag, það er instrumental og alveg ágætis lag svo sem, byrjuninn er samt best, ef ég á að vera hreinskilinn þá hló ég upphátt þegar ég heyrði þetta lag fyrst, dójdój, hahahaha, alveg frábært, á eftir þeim sýrukafla tekur við flott djassað píanospil sem aftur þróast út í hinn hefðbunda Pink Floyd spuna istrumental kafla þar sem speisuð hljóð eru notuð óspart, mjöf flott allt saman, lagið fær 7 af tíu mögulegum.
Á eftir Pow R. Toc H kemur lagið Take Up Thy Stethoscope and Walk, sem er augljóslega bein vísun í bíblíunna, það er eina lagið sem Barrett samdi ekki og fær Roger Waters heiðurinn af þessu lagi, lagið er ekki alveg að gera sig hjá mér, Waters er ekki að sína það sem hann sýndi seinna á ferlinum. Lagið er allt ein sýra, langversta lagið á plötunni, eða er ég ekki bara að fatta það, það er eins og þeir hafi viljað gera sýrukenndasta lag í heimi, textinn er sýra, hef ekki enn náð að komast að því um hvað hann fjallar, örugglega lækna eða eitthvað. Spilið á laginu er líka mjög sýrukennt og eiginlega bara handahófskennt, þó kemur flottur viðlagskafli sem gerir lagið næstum því viðkunnalegt, en eins og áður sagði, versta lag plöturnar og fær ekki nema 4-5 af tíu mögulegum.
Jæja þegar sýrann á undan er búinn tekur við annað sýru tripp (þeir voru nú ekki mikið í sýru sjálfir fyrir utan Barrett) en að þessu sinni er það öllu betra og vel heppnaðarða tripp. Lagið heitir Interstellar Overdrive og var lengi vel fastaliður á tónleikum Pink Floyd, lagið er geimlag og er instrumental, það er er lengsta lag plöturnar alls tæpar 10 mínútur (alls ekki langt á Pink Floyd mælikvarða), það byrjar á mjög töff gítarparti og flottum bassa sem er án efa besti parturinn, við tekur síðan 9 mínútna instrumental spunakafli, alveg týpískur fyrir Pink Floyd, mjög speisaður gítar og Richard Wright í essinu sínu. Í lokin kemur svo magnaður kafli, manni kítlar í eyrun við að heyra þetta, ég mæli með því að þið útvegið ykkur diskinn (löglega auðvitað), setið á ykkur stór heyrnatól og setið á háann styrk og bíðið þar til lagið er að klárast sá kafli er helvíti nettur. Lagið fær 8 af níu mögulegum.
Lag númer 8 heitir svo The Gnome, það fjallar um dverga, barnalegt lag og gæti þess vegna átt heima á eitthverri leikskólplötunni ef það væri aðeins fjörugra og sungið af Felix Bergssyni, ég held að Syd syngi þetta viljandi svona niðurdrepandi til þess að það yrði ekki spilað á leikssólum Bretlands. Annars er þetta bara mjög flott kassagítars lag með góðum texta og grípandi takti. Lagið fær 8 af tíu mögulegum.
Næsta lag heitir Chapter 24, það er víst úr eitthverri Búddha bók eða eitthverju austurlensku heimspekiriti sem heitir I Ching, nú megið vera svo góð að fræða mig eitthvað um þessi fræði. En lagir fjallar allavega um gang lífsins held ég og inniheldur eitthverja heimsmynd. Textin er samt frekar “far-out”, sem var vinsælt orðatiltæki á þeim tíma. Barrett segist ekki hafa lagt mikla merkingu í það þegar hann samdi það en hafi síðan fattað textann svona 3-4 mánuðum seinna. Lagið er annars bara mjög fínt, alls ekki uppörvandi en ég varð eitthvern megin heillaður af því þegar ég heyrði það fyrst án þess að hafa hugmynd um hvað það snerist, rólegt lag og dimmt. Það fær 7,5 af tíu mögulegum.
Þar á eftir kemur lagið The Scarecrow, þetta lag gæti allt eins verið framhald af The Gnome, ævintýralegt lag sem fjallar um fuglahræðu sem stendur allan dagin og fær ekkert að gert, aumingja fuglahræðan. Textinn er alveg ágætur og spilið undir, en reyndar er textin svoldið stuttur og er oft endurtekin. Í heildina finnst mér lagið alveg ágætt, fær 7 af tíu.
Við tekur síðan loka lagið á plötunni, lagið Bike, sem var eins og fyrsta lagið eitt af tveimur til að komast á Echoes diskinn. Þetta er gott lag, textin er mjög góður, einn af þeim betri á plötunni,
“I know a mouse and he hasn’t got a house,
I don’t know why I call him Gerald”,
er mín uppáhalds lína úr laginu. Lagið er fjörugt og glaðlegt, en millikaflinn er fremur þungur og eiginlega það eina sem dregur þetta lag niður. Það fær 8 af tíu mögulegum.
Þá er umfjöllun minnni um innihald plötunnar lokið,þessi plata er ein af mínum uppáhalds og mér finnst hún eiginlega betri en Wall, platan er náttúrulega gegnum sýrð eins og tíðarandinn var á þeim tíma og sýnir hvað Syd Barrett var hæfur lagasmiður, áður en ég heyrði þessa plötu var ég pínu efins með Barrett, fannst ofmetin og svoleiðis, en síðan eftir þessa plötu varð ég mjög hrifin og er alltaf að leita að sólóplötunum hans en þær virðast ekki finnast hér á landi. Þessi plata fær einkunninna 8,5 af tíu mögulegum.
Ég hvet ykkur eindregið að kaupa þessa plötu, meistarastykki! Mér finnst mjög “gleymd” plata, hún þykir, eins og áður sagði, af þeim sem eitthvað vitu um þessi efni, ein af bestu plötum Floyd en samt er aldrei á hana minnst og eiginlega bara talað um heilögu þrenninguna (Wall, Dark Side og Wish You Were Here). Ég mun sennilega halda áfram að dæma Pink Floyd plötur og tek þá næst fyrir næstu plötu, eða Saucerful of Secrets.