Pet Sounds var gefinn út 1966 og var tilraun Brian Wilson forsprakka The Beach Boys að gera meistaraverk. Platan átti að keppa við Bítla plötunar Revolver og Rubber Soul. Þrjú lög af plötuni komust á topp-tíu listann og það voru Wouldn't It Be Nice, God Only Knows og Sloop John B.
Fyrsta lag plötunar er Wouldn't it Be Nice. Lagið opnast með gítarspili og svo koma trommur inní og söngurinn byrjar og þá fer lagið á flug.
Mjög skemmtilegt og flott lag. Svo kemur næsta lag plötunar og það er You Still Beleive In Me. Lagið er rólegt og flott. Mikið af falsettuópum og háværum bakröddum í laginu. Það er skemmtileg saga hvernig þeir spiluðu á píanóið í laginu. Þeir opnuðu píanóið(þetta var flygill) og plokkuðu strengina.
That's Not Me er næsta lag. Vel sungið en það er Mike Love sem syngur. Hlustið á tólfstrengja gítarinn í laginu. Mér finnst lagið líka frekar skemmtilegt og flott.
Næsta lag er Don't Talk(Put Your Head In My Shoulder) og er mjög rólegt, samt ekkert mjög, mjög rólegt. Brian Wilson sagði sjálfur að þetta er ljúfasta lag sem hann hefur samið og sungið.
Svo á efitr Don't Talk kemur I'm Waiting For The Day og er sungið af Brian. Mér finnst strengjahljómsveitin mjög flott og svo svo er eithvað við söngin sem mér finnst mjög flott.
Næst kemur Let's Go Away For Awhile og það er ekkert sungið í því lagi. LAgið átti að hljóma einsog “theme” lag fyrir eithvað. Lagið er mjög flott og sérstaklega fiðlunar. Enda voru notaðar tólf fiðlur, píanó, fjórir saxófónar og gítar með kókflösku fasta á strengjunum til þess að fá sérstakt hljóð. Lagið var á b-hliðini á Good Vibrations smáskífuni.
Næsta lag er Sloop John B og það var Alan Jardine sem fékk Beach Boys til að taka það lag. Reyndar hafði Brian dýrkað lag alveg síðan úr barnæsku. Kingston Trio tóku upp lagið 1927.
Lagið var tekið upp sérstaklega fyrir smáskífu og segir Brian að hann viti ekki hvernig lagið endaði á Pet Sounds.
Á eftir Sloop John B fylgir God Only Knows. Mér finnst lagið mjög flott og þeir hefðu átt að láta Brian syngja það, en Carl Wilson syngur það. EN á Pet Sounds Session boxinu getur maður heyrt upptöku af þessu með Brian. Lagið fór í sæti 39 í Bandaríkjunum en í topp fimm í Englandi.
I Know There's An Answer er næsta lag. Lagið hét upprunalega Hang On To Your Ego. Þetta er með flottustu lögum plötunar og er lag sem ég hlustaði mikið á á tímabili.
Svo kemur Here Today. Mér finnst það svo glaðlegt og skemmtilegt. Mike syngur það einsog fleiri lög á plötuni. Gott og fallegt lag.
I Just Wasn't Made For Those Times kemur svo á eftir Here Today. Þegar parturinn “ I Just Think I Wasn't Made Fo Those Times” byrjar lagið að vera rólegra en það er vanalegra og trommuslátturinn hættir, mjög flott.
Svo kæmur næsta lag, Pet Sounds og er svoldið JAmes Bond-legt, það átti líka að heita Run James Run áður en það var kallað Pet Sounds. Brian samdilagið um JAmes Bond. Það er ekkert sungið í því einsog í Let's Go Away For Awhile. Mjög skondið lag. Hlustið á blásturshljóðfærinn.
Svo kemur lagið Caroline No, lagið er spilað hraðar svo Brian hljómi yngri. Hugsið ykkur hvað þetta var rólegt áður en lagið var gert hraðar.Snilldar lag og uppáhalds lagið hans Brian's á plötuni, eða það sagði hann sjálfur.
Í heildina fær platan 8/10. Hún á það svo sannarlega skilið.