Some Girls var gefinn út 1972 ef mér skjátlast ekki. Það eru klassísk lög á henni einsog miss You og Beast Of Burden. Platan fékk æðislega dóma gagnagrýnenda og þótti og þykir mjög góð.
Platan byrjar með laginu Miss You sem er einfaldlega bara asskoti gott byrjunarlag. Lagið er hrein snilld og með þeim bestu á plötuni, algjör snilld. Sérstakleag Ú-in sem þeir syngja milli hvers erindi. Allir sem hafa heyrt lagið vita hvað ég á við. Svo er næsta lag When The Whips Comes Down, ég er búinn að hlusta mikið á það lag. Í laginu er svolítið lár söngur hjá Mick. Nema í viðlaginu, samt mjög flott lag. Svo á eftir fylgir lagið Imagination og mjög góður trommuleikur heldur laginu uppi. Svo byrjar söngurinn,viðlagiðer líka mjög flott.
Svokemur tiltilag plötunar Some Girls, ég dýrka það. Svolítill “bluesy” taktur í því og svolítill rólegur taktur. En svo finnst mér littlu gítarsólóinn hans Keith's vera mjög góð. Lagið er um að sumar stelpur taki peningana hans og sumar stelpur taki fötin hans. Mjög flott lag.
Lies er líka lag sem ég hlusta mikið á, það er í fjörugum og skemmtilegum takti og kemur mannií stuð. Mér finnst söngurinn mjög flottur. Næsta lag er rólegasta lagið á plötuni og heitir Far Away Eyes og textin er nokkurn vegin talaður. Mér finnst það frekar flott hjá þeim en samt hlusta ég ekki mjög mikið á þetta lag.
Respectable er svo næsta lag og er skemmtilegt lag, en það sem mér finnst eini gallin við lagið eru trommunar, hann missir stundum taktin, hann Charlie. Gítarsólóið er frekar klaufalega gert líka og manni finnst einsog þeir séu að flýta sér með lagið. Mér finnst Keith Richards vera með æðislega rödd, hvað finnst ykkur? Því Keith syngur næsta lag Before They Make Me Run. Mér finnst það lag með þeim bestu á plötuni. Mér finnst það bara svo skemmtilegt og takturinn æðislegur.
Næsta lag er svo Beast Of Burden, það er glæsilega flott lag. Það er frekar rólegt og mér finnst það ætti að vera lokalag plötunar því þetta er svo flott lokalag, því að diskurinn byrjar með Miss You og ef hann endaði með Beast Of Burden þá væri hann einsog ferðalag. En lokalagið er Shattered sem er svosem mjög fínt lag og er alveg skemmtilegt og gítarsólóið ágætt.
Í heildina myndi ég gefa plötuni 7/10 og platan er samt algjör snilld en hún fær sjöuna. En platan er öflug, mjög öflug og ég mæli með henni.