AC/DC gáfu út plötuna '74 Jailbreak 1974 í Ástralíu og inniheldur hún fyrstu upptökur rokkhljómsveitarinnar AC/DC. Jailbreak var gefinn út 1976 í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira kom út eftir þá eftir Jailbreak tildæmis plötunar Let There Be Rock, Powerage, If You Want Blood og meistaraverkið Highway To Hell en eftir Highway To Hell dó Bon Scott á fylleríi.
AC/DC fengu þá til sín söngvaran Brian Johnson og gáfu út sýna bestu plötu Back In Black. Þessar heimildir eru samt ekki öruggar því ég er að skrifa eftir minni en við skulum koma okkur að plötuni.
Jailbreak er fyrsta lagið og það besta. Bon syngur þetta vel og lagið er grípandi.Næsta lag heitir You Aint Got A Hold On Me oger með betri lögunum á plötuni, en fyrstu þrjú löginn er best og líka frumsaminn. Næst er lagið Show Business en það er næstabesta lag plötunar. Soul Tripper er næsta lag og er ekki frumsamið og ekkert sértakt, Baby, Please Dont Go er skárra en það er næsta og seinasta lag plötunar.
Í Heildina er Jailbreak ekki uppá marga fiska og ég gef henni 4/10. Platan er bara fimmlaga og frekar stutt en að mínu mati er platan ekki uppá marga fiska og ekki þessi plötudómur heldur svo ég ákvað að dæma aðra AC/DC plötu í sama pósti.
Hin platan sem ég ætla skrifa um heitir Let There Be Rock eða einsog Bon orðar það “letthereberock”. Let There Be Rock var fyrsta plata AC/DC með nýja bassaleikaranum sínum Cliff Williams, ef mér skjátlast ekki. Platan var gefinn út 1977.
Fyrsta lagið Go Down er frekar gott byrjunarlag og þegar það fer á stað kemst maður í AC/DC fíling. Svosem er næsta lag enn betra og heitir Dog Eat Dog, þess má svosem til gamans geta að mér finnst platan verða betri með hverju laginu. Dog Eat Dog klárast svo og maður fær Let There Be Rock beint í æð. Þetta þótti örugglega frekar þungt lag og öll platan þó hún þyki ekki mjög þung í dag(þó að mér finnist það). Næsta lag er Bad Boy Boogie það er svona “Bad Boy” fíling.
Problem Child er næsta lag og er í svona stíl einsog Let There Be Rock. Problem Child er samt frekar öðruvísi og aðeins rólegar en Let There Be Rock. Overdose er sísta lag plötunar þó ég sagði að löginn yrði beetri með hverju lagi er Overdose undantekning þó það sé frekar gott lag finnst mér það sísta lag plötunar. Svo kemur mitt næsta uppáhalds lag plötunar Hell Aint A Bad Place To Be, ég dýrka það. Svo kemur mitt uppáhalds lag plötunar Whole Lotta Rosie. Það er Sérstaklega gott á If You Want Blood plötuni þarsem áheyrendurnir öskra Angus!, Angus!(If You Wannt Blood er tónleikaplata).
Í heildina er Let There Be Rock mjög góð plata og ég gef henni 8/10.