Demons & Wizards (1972)  Uriah Heep Demons & Wizards Uriah Heep

Ég sendi þennan dóm hingað því að það vantar umræðu um þessa snilldar hljómsveit.
Demons and Wizards er að mínu mati besta plata Uriah Heep ásamt Look At Yourself (1971).

1.The Wizard - 2:59
2.Traveller in Time - 3:25
3.Easy Livin'- 2:37
4.Poet's Justice - 4:15
5.Circle of Hands - 6:25
6.Rainbow Demon - 4:25
7.All My Life - 2:44
8.Paradise/The Spell- 5:10
9.The Spell - 7:28

1.The Wizard
Flott lag sem byrjar mjög fallega, rólegt með kassagítar. Og eins og Uriah heep er líkt þá er notaðir miklir effektar og bergmál.
Þegar lagið er um hálfnað þá fer það að vera örlítið fjörugra. Í laginu erunotaðir kórar og verður þannig mjög fallegt.

2.Traveller in Time
Rokkað lag með effektum. Í rauninni er ekki mikið hægt að lýsa því þú verður bara að hlusta á plötuna.

3.Easy Livin
Þetta lag er í svipuðum stíl og fyrra lagið. Einnig eru notaðir effektar. Nokkuð svipaður taktur út allt lagið.

4.Poet's Justice
Byrjun lagsins er ekki upp á marga fiska og í rauninni er lagið slappt meðað við fyrri lögin.

5.Circle of Hands
Í þessu lagi er notað orgel eins og Uriah Heep eru þektir fyrir. Mjög flott lag á alla vegu. Flott sóló þegar lager er um það bil hálfnað.

6.Rainbow Demon
Þetta lag minnir mann óneitanlega á Pink Ployd (eða kannski ég sé að bulla).
Það er ekki mikið hægt að tjá sig um þetta annars ágæta lag.

7.All My Life
Snilld : ). Flott intro sem grípur mann strax í töfraheim Uriah Heep. Þarna sýna meðlimir hljómsveitarinnar hæfni sína með glæsilegum sólóum og söng.

8.Paradise
Rólegt með kassagítar og fallega sungið. Það er erfitt að ætla að tala eitthvað um lagið og vita ekkert um hljómsveitina og sögu lagana.
Er þetta bara ég eða eru sum lög lík Pink Foyd?

9.The Spell
Intro: Fjörugt, skemmtilegt með góðum takt.
Síðan kemur rólegt píanóspil svo þar á eftir rólegt gítarsóló og svo verður það aftur rólegt. Fjörugt, rólegt og svo aftur fjörugt. Glæsilegur endir á plötu.