1. SGT. Peppers lonely hearts club band
2. With a little help from my friends
3. Lucy in the Sky with Diamonds
4. Getting better
5. Fixing a hole
6. She's leaving home
7. Being for the Benefit of Mr. Kite
8. Within you without you
9. When I'm sixty-four
10. Lovely Rita
11. Good morning good morning
12. SGT. Peppers lonely hearts club band (reprise)
13. A day in the life
1.SGT. Peppers lonely hearts club band McCartney
Titillag plötunnar. Í fyrsta erindinu er Paul að kynna SGT. Peppers lonely hearts club hljómsveitina á svið og gerir hann það í rokkuðum og mjög tærum stíl. Eftir það kemur viðlagið, sem er eitt uppáhaldsviðlagið mitt og í þriðja erindi kallar Paul SGT. Peppers lonely hearts club hljómsveitina aftur uppá svið og lagið spilast svo út án söngs. Þetta lag á vel skilið að bera titil plötunnar, og ef mér skilst þá er þetta lag gert til að kynna næstu lög á plötunni, eins og þeir væru á tónleikum.
7/10
2.With a little help from my friends Lennon/McCartney
Ringo syngur þetta lag og gerir hann það mjög vel. Lagið var sérstaklega planað þannig að Ringo gæti sungið þetta, því hann var ekki góður á háu nótunum. um Bítlanna í þessu lagi. Joe Cocker gerði lagið seinna mikið vinsælara á woodstock hátíðinni 1969.
8/10
3.Lucy in the Sky with Diamonds Lennon
Paul fór eitt sinn í heimsókn til John og John sýndi Paul mynd sem Julian hafði teiknað á leikskólanum af vinkonu sinni, Lucy. Á myndinni stóð Lucy in the sky with diamonds og sagði John að þessi titill væri frábær fyrir skynörvandi lag. Lagið var meðal annars bannað á BBC útaf skammstöfun lagsins, LSD. Þetta lag er mjög flott og sérstaklega finnst mér viðlagið sjálft mjög flott.
10/10
4.Getting Better McCartney
Þetta lag er eftir Paul og datt honum titilinn á laginu í hugþegar hann var að virða hundinn sinn, Mörtu í Hampstead. Þetta lag er um reiðan ungling sem stakk hausnum á sér oní sandinn og kennarinn hans fyllti hausinn af ranghugmyndum en nú hefur hann sagt hið rétta orð við sig og allt fer batnandi. Gott lag í alla staði.
8/10
5.Fixing a Hole McCartney
Lagið er um þakviðgerðirnar í Skotlandi. Hlustið vel á gítarsóló Geroge Harrison í lokin á laginu en það er leikið á Stratocaster gítar, í tvöfaldri upptöku.
8/10
6.She’s Leaving Home McCartney
Paul samdi þetta lag meðan hann var að lesa grein um unga stúlku sem hljóp að heiman með náunga úr bílabransanum. Þetta lag er eitt besta lag sem Paul hefur samið. Í laginu má heyra í Hörpu, fiðlum, víólum og sellóum. Það sem mér finnst sérstakt við lagið er að Paul stjórnaði upptökunni á því meðan Martin stjórnaði strengjasveitinni.
7/10
7.Being for the Benefit of Mr. Kite Lennon
Lagið er um Sirkus. George Harrison vildi fyrst spila á gufuorgel í laginu en hann fann ekkert, George Martin datt þá í hug að leita af gömlum upptökum af gufuorgelum að spila í Sirkus stíl en hann fann ekkert. Allt stefndi í það að það þurfti að spila á stofuorgel George Harrisons og hafa munnhörpuleik undir. En George Martin setti nokkrar gufuorgelsupptökur saman og loksins fengu þeir sirkus hljóminn. Það var samt líka spilað á stofuorgelið undir og spilaði George Martin á það. Frábært og sígilt Bítlalag.
8/10
8.Within you without you Harrison
Þetta var síðasta lagið sem Bítlarnir hljóðrituðu á SGT. PLHCB. George Harrison samdi það á stofuorgel heima hjá sér eftir kvöldverð með gömlum bítlavini, Klaus Voorman. Textinn fjallar um andleysi daglegs lífs á Vesturströndum og austurlenska heimsspeki. Þetta lag er mikið friðar lag og ástar lag. Þetta lag sker sig gjörsamlega úr öllum öðrum bítlalögum, þetta lag er ekki í neinum bítlalagastíl, en þó, en eitt meistarastykkið hans Geroge Harrison.
8/10
9.When I'm Sixty-Four McCartney
Paul samdi þetta lag þegar hann var 15 ára. Fjórir klarinettaleikarar spila í laginu undir bjartri og æskulegri rödd Paul McCartneys, hann vildi líkja rödd sinni við rödd unglings í laginu.
9/10
10.Lovely Rita McCartney
Lagið er um indæla stöðumælavörðinn Ritu. Píanósólóið í upphafi lagsins er samið af George Martin en leikið af Paul McCartney en George Martin leikur hin sólóin.
6/10
11.Good Morning Good Morning Lennon
Lagið byrjar á hanagali og má heyra margar dýraraddir í laginu. Gítarsólóið er ekki tekið af George Harrison eins og margir myndu halda heldur tók Paul McCartney það. Lagið er um hinn góða, fallega, sólbjarta dag.
6/10
12.SGT. Peppers lonely heart club band (Reprise)McCartney
Hljómsveit Peppers liðþjálfa kveður hlustandann í þessu lagi, lagið er það sama og byrjunarlag plötunar, aðeins breyttur texti.
7/10
13.A day in the life Lennon/McCartney
Textinn og tónsmíðarnar í þessu lagi eru svo frumleg og svo eðlilegar í uppbyggingu að maður hálf stendur á öndinni þegar maður hlustar á lagið. Hin fljótandi rödd Lennons bergmalar gegn tærri rödd McCartneys. Það er ótrúlegt að þetta lag sé tekið upp við frumstæðar svona frumstæðar aðstæður hljóðvers árið 1967.
10/10
Heildareinkun: **** 1/2 / *****
Kv.
Ragnar R. Sigurðarson