Let it be… Naked
c/p af skifan.is
Phil Spector lét á plötuna, strengi, kóra og brellur, hefur verið tekið af en Paul McCartney hefur margfalt sagt frá því hve óánægður hann var með plötuna og þá sérstaklega framleiðsluna á The Long And Winding Road.
Meirihlutinn af plötunni var tekinn upp árið 1969 og einnig var ævintýrið kvikmyndað en upprunanlega átti gripurinn að heita Get Back sem sýndi Bítlana fara aftur í ræturnar sem fjögurra manna Rock´n ´Roll band. Hins vegar var hljómsveitin við það leysast upp og upptökurnar voru látnar vera og hljómsveitin byrjaði á plötunni Abbey Road sem kom reyndar út á undan Let It Be. Það var ekki fyrr en Lennon kallaði á vin sinn Phil Spector til að klára Let It Be fyrir útgáfu.
Breyting hefur orðið á plötunni þar sem bakgrunnssamtöl, Dig It og Maggie Mae hafa verin tekin af plötunni og lagið Don´t Let Me Down er komið í staðinn en það var upprunanlega b-hlið á Get Back smáskífunni.
Paul McCartney sagði: ?Ef við höfðum tækni dagsins í dag við gerð plötunnar hefði platan hljómað svona?
Þessa plötu ættu allir Bítla aðdáendur að fá sér.
Get Back
Dig A Pony
For You Blue
The Long And Winding Road
Two Of Us
I´ve Got A Feeling
One after 909
Don´t Let Me Down
I Me Mine
Across The Universe
Let It Be
1. Get Back
Sama útgáfan og á upprunalegu útgáfu lagsins nema að allt talið fyrir og eftir lagið er tekið burt.
2. Dig a Pony
Lagið byrjar strax en er annars eins.
3. For You Blue
Ég heyri engan mun á þessu lagi og upprunalega laginu.
4. The Long And Winding Road
Miklu flottari en áður. Engin aukahljóð og einnig er textinn aðeins öðruvísi
5. Two Of Us
Persónulega fanst mér hin útgáfan betri. Þessi er hraðari en ekkert mikið síðri.
6. I´ve Got A Feeling
Það er ekki eins mikill kraftur í röddinni á Paul eins og var í upprunalega laginu.
7. One after 909
Flottara en áður og í rauninni skemmtilegra.
8. Don´t Let Me Down
Þetta er skýrara en áður og ekkert búið að gera við það.
9. I Me Mine
Nokkuð svipað því fyrra bara hreinna og skýrara.
10. Across The Universe
Miklu flottara, hreinna og aðeins hraðara. Þetta er eins og þetta sé live.
11. Let it Be
Vá! Þetta er æðisleg útgáfa á þessu snilldar lagi. Svona átti það alltaf að vera, það liggur við að maður fær gæsahúð þegar maður hlustar á það.
Einnig fylgir aukadiskurinn Fly on the wall með.
Fly on the wall er um 21 mín og á honum eru nokkur samtöl og nokkur lög sem komu ekki út. Þetta var tekið upp á æfingum.