Fyrsta greinin mín hér á þessu áhugamáli er eilítil umfjöllun um geisladiskinn Led Zeppelin IV með hljómsveitinni Led Zeppelin. Ástæðan fyrir því að mig langar til þess að skrifa hérna litla umfjöllun er einfaldlega sú að í morgun ákvað ég að taka þennan disk með mér í vinnuna einungis til að drepa tímann. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum og hlustaði ég á diskinn fjórum sinnum yfir daginn. En jæja það er nóg komið af eitthverju bulli og best að draga þetta ekki meira á langinn. Hér byrjar umfjöllunin.
***************LED ZEPPELIN IV**************
1. Black Dog [4:57 mín.]
Upphafslag plötunnar er eitt af bestu lögunum. Þetta er mjög hresst lag og mikið rokk. Robert Plant syngur af mikilli innlifun. Flott undirspil gerir lagið enn flottara.
Einkunn: 8/10
2. Rock and Roll [3:40 mín.]
Þegar maður hlustar á þetta lag er eins og maður sé bara kominn á tíma Elvis Presley. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta hresst rokklag og minnir einna helst á þessi hressu lög hjá Elvis Presley. Maður kemst í stuðið með þessu lagi.
Einkunn: 8/10
3. The battle of Evermore [5:52 mín.]
Að mínu mati slakasta lag plötunnar bara vegna þess að það er langdregið og leiðinlegt. Leiðinlegt undirspil og ekkert spes söngur. Hef ekkert meira að segja um þetta lag.
Einkunn: 3/10
4. Stairway to heaven [8:03 mín.]
Þetta er án efa besta lag plötunnar. Stairway to heaven er eitt besta lag sem samið hefur verið. Fallegt undirspil þar sem það byrjar á rólegu nótunum en svo færist hiti í leikinn þar sem John Bonham (trommur) og Jimmy Page (gítar) sýna hvers megnugir þeir voru á þessi hljóðfæri. Robert Plant sýnir líka frábæran söng og er þetta lag meistaraverk. Lagið endar svo á þessum fallegu orðum: “And she's buying a stairway to heaven”.
Einkunn: 10/10
5. Misty mountain hop [4:38 mín.]
Hef voða lítið að segja um þetta lag annað en að þetta er fínt lag með flott undirspil og fínan söng. Bara svona ágætis rokklag.
Einkunn: 7/10
6. Four sticks [4:45 mín.]
Þetta lag er eitt af betri lögum plötunnar. Það sem gerir það svo gott er bara að það er flott í alla staði, undirspil, söngur og svo er það bara flott lag. Jimmy Page spilar eins og engill á gítarinn og Robert Plant syngur mjög vel.
Einkunn 8/10
7. Going to California [3:31 mín.]
Ágætis lag þó fremur rólegt. Ekki þetta hefðbundna rokklag heldur aðeins í rólegri kantinum. Undirspilið er eitt það flottasta á plötunni ásamt undirspilinu í Stairway to heaven. Flott lag sem vert er að eiga.
Einkunn: 8/10
8: When the levee breaks [7:08 mín.]
Byrjar á glæsilegan hátt þar sem John Bonham lemur trommurnar og er greinilega í miklum ham. Svo bætist gítarinn og hljómborðið inn í spilið og heldur það áfram í um eina og hálfa mínútu eða þar til söngurinn loks byrjar eftir glæsilegt forspil. Lagið byrjar á þessum flottu orðum: “If it keeps on raining, the levee is going to break”. En eins og ég hef áður sagt í lögunum hér á undan er undirspilið glæsilegt og söngur og allt annað til fyrirmyndar. When the levee breaks er ásamt Stairway to heaven besta lag plötunnar að mínu mati.
Einkunn: 10/10
Eins og hefur komið fram í þessari litlu umfjöllun minni um þessa plötu sést greinilega að liðsmenn Led Zeppelin voru bara snillingar í hljóðfæraleik og söng. Led Zeppelin er að mínu mati og ábyggilega margra aðra, besta rokkhljómsveit fyrr og síðar. The Beatles og Led Zeppelin voru í sérflokki á Gullaldartímabilinu. En endilega hlustið á þessa plötu og segjið svo álit ykkar á henni.
Platan Led Zeppelin IV er að mínu mati ein besta plata Led Zeppelin og er hún mín uppáhalds plata sem hefur verið mest í spilaranum undanfarið, þó aldrei jafn mikið og núna.
Heildareinkunn: 8/10
Takk fyrir mig og ég vona að ykkur hafi þessi litla umfjöllun verið skemmtileg lesning.
Kv. Geithafu