Hér eru breska hljómsveitin The Kinks. Hún var stofnuð árið 1963 og voru Kinks partur af “Bresku innrásinni” (Breska bylgjan). Frægasta “Line up”-ið er: bræðurnir Ray og Dave Davis, Mick Avory og Pete Quaife
Þessi mynd er tekin einhverntíman fyrir 1969 því þarna má sjá bassalekarann Pete Quaife en hann hætt þá eftir upptökur á meistaraverkinu “The Kinks Are the Village Green Preservation Society” eða eins og hún er oftast bara kölluð “Village Green.
The Kinks eru ef til vill frægastir fyrir lögin ”You really got me“,”Sunny Afternoon“ og ”Waterloo sunset“.
Það má segja að Ray hafi ”stjórnað" sveitinni en hann samdi nánast allt og söng.
Ray kom hér eins síns liðs til Íslands í fyrra og hélt tónleika.