Er ekki viss um að margir séu vel kunnugir þessari sveit, en þessi magnaða sveit kom uppá yfirborðið árið 1967. Mjög spes sveit í anda King Crimson og ættu allir að tékka á þessum félögum. Magnaðir kallar.
Jæja..önnur sólóplata Neil Young, og sú fyrsta þar sem Crazy Horse spiluðu með honum. Hún kom út árið 1969 og er hún í 208 sæti yfir 500 bestu plötur allra tíma að mati tímaritsins Rolling Stone
Hér er mynd af Andrew Latimer sem er gítarleikari og söngvari sveitarinnar Camel. Hann stofnaði þá hljómsveit árið 1971 og hefur þessi breska Progg hljómsveit verið gríðarlega vinsæl síðan.
Neil Young var að gefa út plötuna Chrome Dreams II núna rétt fyrir áramót (ég hef reyndar ekki séð hana í neinum búðum hér á landi) og það kom mér alveg rosalega á óvart hvað karlinn sprækur. Svo er hann líka eitthvað að túra núna og ég er að fara að sjá hann núna í næsta mánuði í London, sem að ég held að verði alveg geggjað! [youtube]http://youtube.com/watch?v=9r6xduUUUcM Þetta er einhver live útgáfa af fyrsta laginu á Chrome Dreams II, Beautiful Bluebird, gæðin á hljóðinu í þessu myndbandi gætu svosem verið betri en þetta er það besta sem að ég fann.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..