Þursaflokkurinn Þetta er Þursaflokkurinn að spila lagið sitt ‘Þögull eins og meirihlutinn (Í Speglinum)’ í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík. Textinn er eftir Einar Má Guðmundsson rithöfund.

Á mynd eru frá vinstri: Tómas M. Magnússon (bassi), Egill Ólafsson (söngur og hljómborð), Þórður Árnason (gítar) og Ásgeir Óskarsson (trommur).


Texti við ‘Þögull eins og meirihlutinn (Í Speglinum)’:

A
Mynd þín í speglinum
gæti eins verið Fréttamaðurinn á skerminum
verurnar sem hreyfast með glerinu.

Eða bara eitthvað
sem ímyndunaraflið ræður ekki við.

B
Farð'aldrei yfir á rauðu
græni kallinn í götuljósinu er vinur þinn
og hatrið í augum fólksins er bara plat.

Nei reynd'ekki að þræta
það eru þrjúhundruðsextíuogfimm dagar í árinu
og lífið er staðreynd.

C
Hvort sem þú notar málband
nýjustu uppgötvanir í sálfræði
eða reynir að cirka það út
er fjarlægðin á milli manna sú
sama og vegalengdin milli húsa.

En samt er einsog einsemdin
sé bara sérstök hlið á sjálfum sér.

D
Lærð' að nota blokkina
lyftuna sem gengur fyrir rafmagni
blokkina sem er rúðustrikuð síða í reikningsbók
ljósgráu mölina og fánann sem er jafn stoltur og þú
lærð að nota blokkina.

E
Þó póstkassinn sé alltaf tómur
ertu örugglega til það geturðu sannað
með löggiltum pappírum
skilvísum afborgunum af græjunum
og andardrættinum fyrir framan spegilinn.

Ef þú tryggir þig
er sjónvarpið óhult í stofunni
þú þarft ekki einu sinni að draga fyrir gluggann
til að heimurinn verði ljósblár í myrkrinu.

Þú ert seif einsog stórveldin
þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að einhver
setjist hinu megin við samningaborðið í huganum.