Trúbrot - Lifun Í gær þá fór ég að hlusta á þessa plötu í fyrsta skiptið því að ég hef heyrt svo margt gott um hana hérna á huga, og viti menn, ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum og ég held að þetta er bara besta íslenska plata sem að ég hef heyrt hingað til. Ég held að ég sé búinn að hlusta á hana 10 sinnum eða oftar bara í dag og í gær. Þetta er alveg einstaklega góð hljómsveit með mjög hæfileikaríkum tónlistarmönnum og þá sérstaklega við um hann Gunnar jökull trommara hljómsveitarinnar. Fyrir hugara sem að hafa ekki kynnst þessari plötu þá mæli ég eindregið með henni.



Eru hinar plöturnar með þeim jafn góðar?