Þetta er myndin sem skartar aftari hlið Pink Floyd plötunnar Wish You Were here frá 1975. Á henni á að vera sölumaður sem er að selja Pink Floyd vörur í eyðimörkinni. Ég hef lesið að þetta eigi að vera myndrænt á þann hátt að sölumaðurinn sé að selja sál sína (ekkert andlit o.fl.) og geri það hvar sem er, líka í eyðimörk og svo er platan glær líka. Þetta er mjög flott mynd sem er auðvitað eftir hann Storm Thorgerson og Hipgnosis hönnunar hópinn fræga sem hanbnaði svo mikið fyrir Pink Floyd og aðrar sveitir. Ég hef ekki séð þess mynd á netinu, allavega ekki svona stóra en ég skannaði hana inn af minni plötu og setti logo-ið fræga í hornið :)
Takk fyrir mig,
Shine on.