Já auðvitað geri ég það, sumu hef ég dowloadað en ef mér finnst eitthvað varið í það að þá fer ég og kaupi diskinn, sumt er bara þess virði að eiga og algerlega smánarlegt þegar fólk getur ekki einu sinni borgað fyrir tónlistina sína, hvernig í ósköpunum getur nokkur maður kallast tónlistaráhugamaður eða safnari ef hann stelur aðeins plötum?
Það er líka bara mun skemmtilegra að eiga diska eða plötur, tónlistin fær meira vægi og verður meira virði, því maður þarf í raun að vinna sér hana inn, maður fær hana ekki bara ókeipis með tveim músarklikkum eða svo, ég þarf að vinna fyrir tónlistinni sem ég kaupi, hver diskur er eins og verðlaun sem ég hef ákeðið að gefa sjálfum mér og ber hver einasti diskur mikið tilfinningalegt gildi. Ég þori að efast um að einhverjir “óraunverulegir” tölvufælar geta borið sama gildi, sérstaklega þar sem þú veist að þúsundir manna hafa nákvæmlega sömu skjöl í sinni tölvu. Geisladiskurinn minn er einstakur, það á enginn þennan geisladisk annar en ég.