Í upphafi var proggið náttúrulega ekkert tilgerðarlegt, samaber meistaraverkið In The Court Of The Crimson King frá King Crimson. En svona á seinni hluta áttunda áratugarins varð þetta leiðinleg stefna, ekkert nema sjálfsfróun á hljóðfæri og tilgerðarlegheit. Flóknar “time signature” og taktbreytingar og fleira og fleira, hljóðfæri urðu helst að vera tengd í minnst 10 effekta og hvert lag þurfti að vera yfir 10 mínútur með að minnst 3 sólóum á öll hljóðfæri. Það var einmitt þetta sem pönkið beindist að, snúa aftur til rótanna.
ELP eru langt frá því að vera fyrstir eða þeir einu sem spilað hafa svona tónlist. Nægir að nefna King Crimson, Yes og Genesis. Greg Lake var einmitt í King Crimson, meira að segja stofnmeðlimur, áður en hann hætti og stofnaði ELP.