Jethro Tull
Eldgömul mynd af þeim félögum. Tekin örugglega 1969 eftir Stand Up plötuna. Þarna eru þeir Glenn Cornick Bassaleikari, Clive Bunker með skeggið, Ian Anderson, Martin “Lancelot” Barre sem var nýkominn í hljómsveitina og efst er John Evans. Martin og Ian eru einu sem eru í bandinu í dag. Þeir gáfu út plötuna This Was og Aqualung. En eftir hana hættu Glenn og Clive. Minnir meira að segja að Clive hafi farið í hljómsveit með Mick Abrahams sem var gítarleikari Jethro Tulls áður en Barre kom til sögunar. Barrimore Barlow leysti Clive af og Jeffrey Hammond-Hammond leysti Glenn af. En þetta er nokkuð smart mynd af þeim félögum:D