En hana skipuðu:
Keith Emerson - hljómborð
Greg Lake - gítar, bassa, og söng
Carl Palmer - trommur og slagverk
Hljómsveitin var stofnuð árið 1970. Eftir að hljómsveit Emerson-s, The Nice, og Lake-s, King Crimson, höfðu spilað nokkrum sinnum á sömu tónleikum lönguðu Emerson og Lake að vinna saman. Þeim vantaði trommara og kom Mitch Mitchell til greina en loks ákváðu þeir að taka Palmer inn í hljómsveitina.
Mitch hafði nefnt Emerson og Lake við Jimi Hendrix og var hann mjög spenntur fyrir þeim og langaði að vera með. Þeir ákváðu að koma saman og spila einhver tíman í kringum september en ekkert varð úr því vegna dauða Hendrix þann 18. (pæliði í því hvað það hefði verið geðveik hljómsveit, uss).
Eftir voru þeir þrír, Emerson, Lake og Palmer. Þeir voru nú ekkert að því að finna sér eitthvað fansí nafn heldur notuðu bara eftirnöfnin sín (augljóslega) en eru stundum kallaðir ELP til stittingar.
Svo ég komi nú aðeins inn á myndina þá er uppi til hægri fyrsta platan, Emerson, Lake & Palmer eða ELP - ELP. Hún kom út í nóvember 1970.
Því miður þekki ég ekkert til hennar þar sem við fjölskyldan eigum hana bara á vínyl.
Lögin á henni eru:
1. “The Barbarian”
2. “Take a Pebble”
3. “Knife-Edge”
4. “The Three Fates”
5. “Clotho”
6. “Lachesis”
7. “Atropos”
8. “Tank”
9. “Lucky Man”
Önnur platan var svo “Tarkus” og er hún uppi til vinstri. Hún kom út í Júní 1971. Þessa plötu hef ég mest hlustað á af ELP plötunum sem er bæði jákvætt og neikvætt. Mér finnst hún mjög góð eða öllu heldur lagið “Tarkus” mjög gott en á vínylnum var það hlið A og hin lögin uppfylling fyrir hlið B. Lagið er rúmar 20 mín. og kaflaskipt.
Lögin eru eftirfarandi:
1. “Tarkus”
a)“Eruption”
b)“Stones of Years”
c)“Iconoclast”
d)“Mass”
e)“Manticore”
f)“Battlefield”
g)“Aquatarkus”
2. “Jeremy Bender”
3. “Bitches Crystal”
4. “The Only Way”
5. “Infinite Space”
6. “A Time and a Place”
7. “Are You Ready Eddy?”
Þriðja platan var “live” plata og kallast “Pictures at an exhibition”. Hún kom út í nóvember árið 1971 og var samin af rússnesku tónskáldi sem var uppi á 19. öldinni. Þeir félagar löguðu sinfóníu verkið að sinni tónlist og því sömdu þeir í rauninni hluta af verkinu sem þeir síðan fluttu. Uppáhalds lagið mitt á þessum disk er “The great gates of Kiev - the end”.
Myndin sem er hér að ofan er vínyllinn/diskurinn að innan verðu hægra megin en að utan verðu eru allar myndirnar hvítar.
Lögin eru:
1. “Promenade”
2. “The Gnome”
3. “Promenade”
4. “The Sage”
5. “The Old Castle”
6. “Blues Variation”
7. “Promenade”
8. “The Hut of Baba Yaga”
9. “The Curse of Baba Yaga”
10. “The Hut of Baba Yaga”
11. “The Great Gates of Kiev - The End”
12. “Nutrocker”
Fjórða platan var svo gefin út í júlí árið 1972. Það er platan “Trilogy” og er niðri til vinstri. Þessa plötu, verð ég að viðurkenna, veit ég, því miður, ekkert um. Ég hef heyrt einstaka lag einu sinni, jafnvel tvisvar, en ekkert meira en það. Ég ákvað að hafa hana með því mig langaði að hafa plötur eitt til fjögur. :P
Lögin á henni eru:
1. “The Endless Enigma Part One”
2. “Fugue”
3. “The Endless Enigma Part Two”
4. “From the Beginning”
5. “The Sheriff”
6. “Hoedown”
7. “Trilogy”
8. “Living Sin”
9. “Abaddon's Bolero”
Aðrar plötur eftir ELP eru:
Brain Salad Surgery (1973)
Welcome Back My Friends to the Show That Never Ends (1974) (live)
Works, Vol. 1 (1977)
Works, Vol. 2 (1977)
Love Beach (1978)
In Concert (live) (1979)
Black Moon (1992)
Live at the Royal Albert Hall (live) (1993)
Works Live (1993)
In the Hot Seat (1994)
Live at the Isle of Wight Festival 1970 (live) (1997)
Live in Poland (live) (1997)
/Kv. Snjólfurinn