Dusty Springfield Alveg með eindæmum góð söngkona, eiginlega sú besta að mínu mati
Mjög góð tónlistarkona btw
Auk þess er hún án efa með þeim fallegustu konur allra tíma að mínu mati ^^

Mæli endregið með henni fyrir alla sem þekkja hana ekki

Smá um hana:

Hún fæddist sem Mary Isobel Catherine O'Brien þann 16. april 1939 í London, Englandi. Hún byrjaði feril sinn með The Lana Sisters þegar hún gekk í liðs við þau árið 1958 og tóku þau upp og gáfu út nokkra signles næstu tvö ár. 1960 stofnaði hún, með bróður sínum Dion O'Brien (Tom Springfield) og Tim Field, folk tríóið The Springfields, sem áttu hittara á borð við “Breakaway”, “Bambino” og þeirra stærsta “Island of Dreams”. Um 1962 gáfu þau út “Silver Threads and Gold Needles” sem sló í gegn í Bandaríkjunum.

Hún dró sig frá The Springfield árið 1963 til að byrja á sóloferli. Hennar fyrsta lag var “I only want to be with you” gefið út nokkrum mánuðum eftir för hennar frá The Springfields og varð það vinsælt bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Eftir það komu út singles eins og “Stay Away” “Losing You” og “I just don't know what to do with myself” Hún tók svo upp mikið af Burt Bacharach lögum, meðal annars “The Look of love” sem var samið sérstaklega fyrir hana.
Svo gaf hún út sína fyrstu plötu “A girl called Dusty” árið 1965, plötur eins og “The Look of love” “Dusty In Memphis” (sem er hennar allra besta plata) og “A brand new me” komu á eftir

'60s var hennar besta tímabil, svo komu 70s og var það ekki jafn gott, en samt frekar gott.
Hún tók sér hlé frá tónlistinni um miðjan 70s vegna erfiðleika.

Árið 1987 breyttist allt og snéri aftur í heim tónlistarinnar þegar The pet Shop boys leituðu hana uppi og báðu hana um að vinna með sér við lagið “What Have i done to deserve this” og seinna aftur af félögunum í pet Shop Boys.

Svo gaf hún út nýja plötu árið 1990 kölluð Reputation, framleidd af Pet Shop Boys sem gengdu stóru hlutverki í gerð plötunnar.

Hún var greind með brjóstakrabbamein um 1995 rétt áður en hún gat gefið út sína síðustu plötu “A Very Fine Love”, hún fékk meðferð fyrir þessu og gat hún farið sitt síðasta tónleikaferðalag eftir að hún hafði gefið út “A Very Fine Love”.

Krabbameinið kom aftur 1997 og lést hún 2. mars 1999 eftir langa og erfiða báráttu gegn krabbameininu.

Átti hún langan og góðan feril að baki og mjög marka hittara.

…RIP

takk fyrir mig
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.