Allar plöturnar á þessum tíma eru góðar, en ef ég á að nefna eina plötu þá er það Highway 61 Revisited, en annars er allt stöffið frá þessum tíma gulls í gildi, rafmagnað sem órafmagnað.
Ég á því miður ekki þessa Planet Waves en hannn tók upp aðra plötu með The Band sem var tekin upp 1967 en kom út 75 eða eitthvað, sem heitir The Basement Tapes og hún er svakalega góð.
Mínar uppáhalds plötur með honum eru Highway 61 Revisited, Bringing It All Back Home, Blonde on Blonde og Another Side Of Bob Dylan.