1500 lög? Sama hér.
Bron-y-aur-stomp? Brilliant lag.
En segðu mér nú, bara upp á forvitnis sakir… hvað ertu búinn að hlusta oft á Bron-y-aur-stomp? Sjálfur er The Ectasy of Gold með Metallica í fyrsta sæti hjá mér með 9 spilanir, og Fool in the Rain og The Battle of Evermore (bæði með Zeppelin) í öðru sæti með 8. En málið er bara að á svona undanförnum 3 mánuðum hefur það nokkrum sinnum skeð að öll lögin hrynja barasta út af winamp media library, og þar með byrjar talningin upp á nýtt. Furðulegt í meira lagi, en hefði það ekki gerst væri No Quarter sennilegast í fyrsta sæti með svona 30-40 spilanir. En svona er lífið. :)
Mikið afskaplega er það gaman að skrifa svona án þess í raun að hafa neinn tilgang með því.