Grateful dead voru meðal þeirra sem fundu upp sýru-djammið og verða þeir að fá credit fyrir það en annars eru þeir voðalega mikið miðlungsband einhvernvegin.
Ef Grateful Dead eiga einhverja afgerandi plötu þá er það Live/dead(69), hún sameinar sýrudjammið við roots rokkið nokkuð óaðfinnanlega.
Anthem of the sun(68) og Aoxomoxoa(68) eru líklega frumlegustu/súrustu plöturnar en samt alltof mistækar eitthvað til að geta kallast skyldueign.
Workingsman´s dead og American beauty eru bara afslappað country/roots rokk, mjög fínar plötur en ekkert til að missa sig yfir.
Restin af því sem ég hef heyrt með þeim er í sama gír.
Held að Grateful dead sé frekar local fyrirbæri, í Bandaríkjunum eru þeir risastórt nafn, ekki svo viss um restina af heiminum.
Hlustaðu oftar á American beauty, það er ekki plata sem grípur mann í fyrstu hlustun.