Þetta áhugamál hefur verið frekar dauft undanfarið svo ég ætla að leggja spurningu fyrir gullaldarmenninna.

Hver er ofmetnasta hljómsveit gullaldarinnar (55-75) og af hverju?

Minn topp5

1. Elvis Presley
Það er auðvelt að bögga Elvis greyið þar sem hann samdi nánast ekkert sjálfur, notaði gítarinn frekar sem stöðutákn en hljóðfæri og það má draga það í efa hversu sérstakur söngvari hann var sé litið til hversu margar Elvis efturhermur ná honum.
Það má þó ekki gleyma því að efnið sem kom undir hans nafni 54-57 var oft mjög gott.

2. David Bowie
Miðlungs söngvari og lagasmiður að mínu mati. Bowie virtist alltaf hafa haft það að leiðarljósi að vera “hip” sama hvað það kostaði sem leiddi til þess coperaði það sem var kúl hverju sinni. Kameljón með lítinn persónuleika.

Beatles
Hvað melódíur varðar þá standa allir í skugganum af Bítlunumm, einstaka listamenn hafa átt betri plötur og lög en engum tókst að halda jafn háum melódiu-standard og Bítlunum.
Hinsvegar fá Bítlarnir credit fyrir margt sem þeir eiga ekki skilið. Ég hef orðið vitni að Bítla-fanatics sem vilja eigna Bítlunum heiðurinn af: kántrýrokki, þjóðlagarokki, sækadeliku, þungarokki, roots rokki, math rokki, ska, proggi, raga rokki, drone rokk, avant-garde rokki, teknói og fyrir að vera fyrstir til að nota fiðlur, sinfoníur, hljóðeffekta, sitar, feedback, fyrstir til að semja eigið efni, fyrstir til að heita hljómsveitarnafni, fyrstir til að gera concept plötu og fyrsta alvöru hljómsveitin.

Ykkar álit?