Suckar pínu að enginn svona korkur hafi komið upp fyrr..
En hvernig fannst ykkur tónleikarnir?
Ég get allavega sagt það að þetta voru einhverjir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Lagavalið svolítið sérstakt en það gerði bara tónleikana enn betri.
Annars þá fannst mér hljómsveitin mun skemmtilegri í heild sinni og mun glaðari en þegar þeir komu fyrir tveim árum.. Svo voru íslensku stúlkurnar mjög skemmtilegar.
Svo langar mig sérstaklega að minnast á Florian Opahle gítarleikara. Ég held að það séu ekki margir í heiminum sem standast honum snúning. Ég get ekki sagt að ég sé svekktur að Martin Barre hafi ekki komið. Það er óhætt að segja að sólóið í Aqualung sé betra þegar Florian er að spila..
En já ég gef þessum tónleikum alveg 5 stjörnur!