Ég er viss um að allir hafði heyrt af þessu en langar að fá smá umræðu um þetta nýjasta verkefni Dylan.
Platan ber nafnið Together Through Life og á að koma út 28. apríl næstkomandi.
Eitt lag hefur verið í spilun á Rás 2 allavega, Beyond Here Lies Nothing (http://www.youtube.com/watch?v=vz9OtKbBABc)
Ég er alveg fáranlega spenntur fyrir þessari plötu, finnst þessi fáu lög sem ég hef heyrt af henni alveg æðisleg og lagið í linknum fyrir ofan bara eitthvað besta sem ég hef heyrt frá karlinum í langan tíma.
Hvað finnst ykkur?