Hvað er verið að hlusta á þessa dagana? Gullaldarteng þá, ágætur hugarar.
Sjálfur er ég búinn að vera að hlusta á fyrstu plötu Vanilla Fudge sem er samnefnd hljómsveitinni og kom út ‘67. Þar kovera þeir t.d. tvö Bítla lög. Ticket to Ride og Eleanor Rigby - allt mjög sækadelískt og ólíkt upprunalegu útgáfunum og svo er snilldin “People Get Ready” eftir Curtis Mayfield.. og þvílík útgáfa hjá bandinu! Bang Bang eftir Sonny Bono er líka rosalegt. Þeir voru aðallega að kovera á þessari plötu. Tjékkiði á henni.
Fyrstu þrjár Queen plöturnar eru einnig búnar að fá að hljóma. Queen voru bara bestir þegar þeir gerðu hevví gítarriff þó svo að plöturnar byggist ekki á þeim þá er það svakalegt þegar Brian May spilar hevví riff. Epík!
Svo er ég lengi búinn að eiga Allman Brothers live bootleg og hef margoft hlustað á tónleika þeirra í Suny Stonybrook, 26 Júlí ’70 sem eru einhverjir al-bestu tónleikar fyrr og síðar. Var orðið svolítið síðan að ég hlustaði á þá svo nú er ég búinn að vera að spila þá mikið. Tjékkiði á Mountain Jam-inu á henni ef þið komist í það. Mesta epík fyrr og síðar! Besta hljómsveit allra tíma ætla ég að fullyrða! Hehe:) Fullyrðingar eru ágætar krakkar. Notiði þær!
Síðast en ekki síst er það önnur live plata sem ég er búinn að vera að spila ofurmikið, hin tvöfalda Live In Japan með þeim Beck, Bogert & Appice. Beck er bara meiri GUÐ en Clapton. Beck er bestur.. með Duane Allman. Þvílíkur gítarleikari og þvílíkur hljóðfæraleikur á þessari plötu. Jú, afhverju. Ástæðan er sú að hér eru komnir saman Jeff Beck, Carmine Appice sem er jú auðvitað langbesti trommuleikari allra tíma - ok, ég skal taka það fram - að mínu mati. Svona, var þetta ekki aðeins skárra?
Svo er það að sjálfsögðu bassaleikarinn Tim Bogert. Gaman að þessu öllu hjá þeim. Þvílík unun að hlusta á!