Ég þarf eiginlega að hafa þetta í samhengi til að svara þér, þannig að hér koma mínar skoðanir o.fl.:
Early
The Piper at the Gates of Dawn (1967) - Hin ágæstasta sýkadelía og góð hlustun
A Saucerful of Secrets (1968) - Hin ágæstasta sýkadelía og góð hlustun
Soundtrack from the Film More (1969) - Fuglasöngur og elektrónískt sánd! Frábært soundtrack! Sumar plata!
Ummagumma (1969) - Svalar endurupptökur á eldri lögum, live dót o.fl.
Atom Heart Mother (1970) - Bandið er að finna nýtt sánd eftir brottför Syd Barrett.
Mid
Meddle (1971) Hljóðið þróast. Rosalegir textar og lög sem gerðu þá enn vinsælari. Talin fyrsta frábæra platan án Syd Barrett. Sumar plata!
Obscured by Clouds (1972) Unnin á svipuðum tíma og DSOTM. Algjör sumar plata!
The Dark Side of the Moon (1973) Meistaraverk sem verðskuldar að hafa verið seld í 40.000.000 eintökum.
Wish You Were Here (1975) - Síðasta platan sem þeir skemmtu sér saman við að taka upp, að sögn nokkra meðlima.
Animals (1977) - Sala á plötunni gekk rosalega vel miðað við hinar stefnurnar sem voru að koma á þessum tíma eins og pönk.
Late
The Wall (1979) - Þungara hljóð en samt flott. Þeir eru hættir að spila efni á tónleikum til að fá innblástur fyrir stúdíóupptökur.
The Final Cut (1983) - Richard Wright ekki með
A Momentary Lapse of Reason (1987) - Roger Waters ekki með
The Division Bell (1994) - Roger Waters ekki með
Fíla eiginlega allar Mid og síðan Early. The Wall er síðasta platan sem ég virkilega fíla með Pink Floyd. DSTOTM, WYWH og Animals standa útúr
Sveitin er ekki öll saman á síðustu þremur plötunum og það virkar bara ekki fyrir mig.
Þannig að JackFlash, prófaðu að hlusta á þessi tímabil þegar þú hefur tíma. Ekki bara DSOTM og The Wall sem eru svo ólíkar en þó kannski söluhæstar/'vinsælastar' af plötunum þeirra.