Bandarísku tónlistarmennirnir Simon og Garfunkel stefna að því að fara saman í hljómleikaferðalag í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta segir Art Garfunkel.

Hann greindi frá þessu fimm dögum eftir að hann kom óvænt fram á tónleikum með Paul Simon í New York, en þar léku félagarnir saman þrjú lög.

Hann segir í samtali við fréttavef BBC að þeir vinni nú að því að skipuleggja tónleikaferðalagið. Hann segir að þeir muni ekki koma fram í Bretlandi og þá vildi hann ekki staðfesta hvort þeir muni koma fram í Bandaríkjunum.

Simon og Garfunkel fóru síðast saman í hljómleikaferðalag árið 2003 og 2004, en árið 2003 höfðu þeir ekki leikið saman á sviði í um 20 ár.


Þá er það bara að vona að þeir ákveði að kíkja hingað :D
Byrði betri