Breski söngvarinn Cliff Richard og hljómsveitin The Shadows ætla að koma aftur saman á næsta ári og fara í hljómeikaferðalag, en þá fagnar sveitin 50 ára afmæli. Richard og The Shadows hafa ekki leikið saman á tónleikum í 20 ár.

Hljómsveitin réði lögum og lofum á vinsældarlistunum á seinni hluta sjötta áratugarins og á þeim sjöunda. Sveitin kom alls 19 lögum á toppinn.

Meðal helstu smella má nefna Move It, Living Doll og Travellin' Light.

Hljómsveitin segir að tónleikaferðalagið á næsta ári verði það síðasta. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að miðasala hefjist á sunnudag, en sveitin mun alls leika á 11 tónleikum.

The Shadows var upphaflega stofnuð til að vera Cliff Richard til halds og trausts, en þá hét hún The Drifters. Nafninu var hins vegar breytt þegar það kom í ljós að bandarísk hljómsveit bar sama nafn.

The Shadows kom fram í kvikmyndum Richard, t.d. The Young Ones og Summer Holiday.

Árið 1968 hélt urðu breytingar á hljómsveitinni og menn fóru að huga að sólóferli. Cliff Richard hefur t.d. gert það afar gott undanfarna áratugi og nýtur enn mikilla vinsælda.

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/11/27/cliff_og_skuggarnir_saman_i_ny/
asdf