Hljómborðsleikari Pink Floyd látinn
Hljómborðsleikari bresku rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd og einn stofnenda sveitarinnar, Richard Wright, lést af völdum krabbameins 65 ára að aldri.
Pink Floyd sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 1967, en hljómsveitin var þá skipuð Syd Barrett, Roger Waters, Nick Mason og Richard Wright. Dave Gilmour bættist síðan í hópinn árið 1968, en Barrett hætti skömmu síðar.
Wright samdi m.a. lög sem enduðu á meistarastykkinu Dark Side Of The Moon.
R.I.P.