Ronnie er á leið úr Stones, þetta hefur verið vitað nokkuð lengi, hann hefur talað um vilja að koma The Faces aftur saman, það er hann er búinn að gera ráðstafanir. Ronnie hefur lengi verið óánægður með að fá lítil “credit” fyrir sína vinnu á plötuumslögin (og í “royalties”gjöldum), hann telur sig eiga að vera titlaðan mun oftar en raun ber vitni. Staðreyndin er bara að Jagger og Richards stjórna algerlega þessu batteríi og ef þeir segja nei er það bara nei. Ronnie hefur beygt sig undir þetta hingað til og núna virðist gremjan vera að losna úr læðingi. Richards hefur meira að segja viðurkennt að Ronnie sé betri gítarleikari en samt fær hann lítið að gera innan hljómsveitarinnar.
Gefur áhugaverða mynd inn í samstarf Stones sem hljómsveitar, því svipaðar aðstæður komu upp í kringum brottföt Brian Jones úr sveitinni '69. Charlie Watts og Bill Wyman hafa báðir gefið þetta í skyn, báðir afskaplega litlir framámenn og hafa því getað unnið vel með ofuregóunum tveim, svo fór reyndar að Bill Wyman sleit samstarfi við þremenningana og fór að gera sitt eigið efni sem mér skilst að sé bara hið fínasta. Charlie Watts hefur játað að hann sé “bara trommari” og hafi ekkert hlutverk í lagasmíðadeild hljómsveitarinnar, hann fái bara símtal frá umboðsmanni sveitarinnar sem segir honum hvenær og hvar hann eigi að mæta í stúdíó og það tekur hann upp trommurnar og fer síðan aftur heim í sveitasetrið sitt.
Það tekur svakalega á taugarnar að vinna með Jagger og Richards.