30.maí lagði ég af stað frá Bsí með flugrútuna kl14:30 og var kominn út á Leifsstöð rétt yfir kl15:00 og þar fékk ég mér að borða fyrir flugið,vélin lagði síðan af stað kl17:30 til Manchester og lendti þar kl21:05 og Icelandair óskaði öllum góða skemmtun í Liverpool enda voru flestir í vélinni að fara til Liverpool.. Síðan á flugvellinum í Manchester voru 2 rútur sem keyrði íslenska hópinn til Liverpool sem var 1 klukkutími,með í í för voru t.d Jakob Fríman Stuðmaður,hljómsveitin Hljómar,Sverrir Stormsgeir,Óli Palli,Þorgeir frá Bylgjunni, og margir fleiri. Þegar rútan kom til Liverpool fór ég á hóstelið mitt en hinir gistu á flottu hóteli í Liverpool,næsta dag var farið á Bítlaslóðir sem ég fór reyndar líka páskana árið 2006 með mömmu og pabba Bítlaferðin hét Magical Mystery Tour,þar sáum við þar sem Bítlarnir áttu heima og margt fleira. Síðan eftir þessa ferð fór ég á Anfield Stadium og náði í minn tónleika miða og síðan var farið á Sgt Peppers Anniversty Concert á The Cavern en þessi Bítla cover band var ekki gott fannst mér. Síðan var farið á Hard Days Night hótelið og framundan var góður og skemmtilegur kvöldverður og sérstakur gestur sem var fyrsti Umboðsmaður Bítlana sem heitir Alan Williams,hann svaraði spurningum og ég spurði hann eina spurningu og hún hljómaði svona, Ertu enþá vinur þeirra Ringo og McCartney og hann sagði, Ringo sé ég ekki oft en Paul skulda mér 15 pund,ég hef greinlega minnt honum á gamla skuld hahahahahaha. Eftir kvöldverðin var síðan farið aftur á Caverin klúbbinn og þar voru Hljómar frá Keflavík að spila sínu síðustu tónleika sína ever og mikið voru þeir góðir. Síðan rann upp aðaldagurinn 1.Júní þá fór ég með hópinn á Anfield á Liverpool Sound Concert upphitunar böndin voru The Zutons og Kaiser Chiefs og síðan þegar þessi bönd voru búin að þá kom Paul McCartney á sviðið og sá var góður,meiri segja kom Dave Grohl frá Foo Fighters og spilaði með Paul í Band On The Run þá var Dave á gítar og fór síðan á trommur og spilaði með í laginu Back In The U.S.S.R,Dave spilaði líka með í síðasta laginu I Saw Her Standing There,þetta voru pottþétt ein af bestu tónleikum sem ég hef farið á og svo er sagt að þetta voru bestu tónleikar sem Paul McCartney hefur spilað ever
Hérna er lagalistinn
Paul McCartney live at Liverpool Sound Concert Anfield Stadium England 2008
Hippy, Hippy Shake
Jet
Drive My Car
Flaming Pie
Got To Get You Into My Life
Let Me Roll It
My Love
C' Moon
Long And Winding Road
Dance Tonight
Blackbird
Calico Skies
In Liverpool
Follow The Sun
Eleanor Rigby
Something
Penny Lane
Band On The Run (with Dave Grohl on guitar)
Back In The USSR (with Dave Grohl on drums)
Live And Let Die
Let It Be
Hey Jude
Yesterday
A Day In The Life
Give Peace A Chance
Lady Madonna
I Saw Her Standing There (with Dave Grohl on drums)

Síðan næsta dag var ég að skoða mig um í Liverpool og síðan var haldið til Manchester en í rútunni en þar heyrði ég alveg rosalega sögu, Sverrir Stormsgeir ætlar að kæra Eric Clapton,hann segir að Clapton hafði stolið frá honum og ætlar að heimta 100 til 200 milljónir frá honum. Sverrir Stormsgeir var mjög dónalegur á flugvellinum í Manchester en tróð sér fyrir framan gamla konu og vildi ekki fara aftast í röðina eins og hann átti að gera. Í flugstöðinni tók Þorgeir á Bylgjunni viðtal við mig og það verður á Bylgjunni á næstunni,ég skal láta vita þegar það kemur en Þorgeir mun vera með þátt um þessa ferð,líka Óli Palli mun fjalla um þessa ferð í Rokklandi næst komandi sunnudag og svo mun í haust verða þáttur í sjónvarpinu um þessa ferð,það mun pottþétt sjást í mig þar hehehe,vélin fór frá Manchester kl22:05 og lendti í Keflavík kl23:20 og í Keflavík var það tilkynnt að Hljómar væru hættir en mikið var þetta skemmtileg helgi,ein besta helgi í mínu lífi,ég vill þakka öllum þeim sem voru með í ferðinni takk takk takk