30.maí 2008 verður haldið í mikla ævintýraför til Bítlaborgarinnar Liverpool á Norður-Englandi undir yfirskriftinni
FÓTSPOR BÍTLANNA
Mun ferðin standa yfir frá föstudeginum 30.maí til mánudagsins 2.júní og mun hápunktur ferðarinnar í hugum margra miðast við tónleika Bítilsins Paul McCartney en aðrir munu telja endurkomu Suðurnesja-bítlanna Hljóma frá Keflavík á sviði hins fræga Cavern klúbbs verða það sem upp úr kann að standa. Hljómsveitin mun koma þar fram eins og hún var skipuð 1964, þeim Eggert Kristinssyni trommuleikara, Gunnari Þórðarsyni sólógítarleikara, Rúnari Júlíussyni bassagítarleikara og Erlingi Björnssyni rytmagítarleikara. Eggert hætti í hljómsveitinni eftir tónleika Hljóma í Cavern Club.
Þá verður haldið í kyngimagnaða Magical Mystery - ferð undir stjórn Óttars Felix Haukssonar á æskuslóðir og í skóla Bítlanna , auk sögufrægra staða á borð við Penny Lane og Strawberry Fields.
Viðhafnartónleikar Sgt. Peppers Hearts Club Band í Cavern Club verða og á dagskrá auk hátíðarkvöldverðar með Alan Williams, fyrsta umboðsmanni Bítlanna. Liverpool er Menningarborg Evrópu 2008 og því margt í boði.
frá http://www.ftt.is./
Ég var svo heppinn að fá miða á þessa tónleikana:)