Við svona drasl pirrast maður.
8900 krónur í A svæði, 8000 manns í ömurlegri Egilshöll, þröngt, lítil sem engin loftkæling, sérð ekki rassgat (ef þú ert jafn smávaxinn og ég), ömurlegur hljómburður, og fyrir þessar aðstæður er maður rukkaður um 9þúsund fokkin krónur.
Peningaplokk dauðans, þessir andskotans tónleikahaldarar eru ekki að hugsa um neitt annað en að græða peninga, þægindi áhorfenda og hljómgæði er þeim nákvæmlega sama um.
Ég mundi skilja það ef þeir rukkuðu 9þúsund ef þetta væri á háskólabíó eða eitthvað, þægileg sæti, fáir og gott hljóð, auðvelt að sjá sviðið og kannski einn bjór eða eitthvað inn í miðanum. En að borga 9þúsund fyrir að standa í svitahrúgu og sjá ekki baun, og ef maður vill fá sér eitthvað að drekka þarf maður að troðast út úr þvögunni og missa plássið sitt.
Ég er nokkuð viss um að það seljist ekki upp á Dylan, fólk er þegar búið að eyða pening í Clapton og margir munu eflaust taka Fogherty í Laugardalshöll í stúku fram yfir Dylan, enda mun mun betri og þægilegri tónleikastaður.
Ég er allavega alvarlega að hugsa um að sniðganga þessa tónleika, fer frekar bara út að sjá hann einhvern tíman, þar sem aðstaða er betri og verð ekki jafn skuggalega hátt.
Ekki haldiði að hann sé að túra Evrópu og fylla íþróttahallir í hverri borg, nei, hann er að spila í sérútbúnum tónleikastöðum, kannski 5000 manns mest í sæti. Þegar hann var á hátindi ferilsins var hann ekki að spila í íþróttahöllum með ömurlegum hljómburði. Allir þessir þekktustu og rómuðustu tónleikastaðir heimsins eru ekki íþróttahallir og rúma örugglega fáar þeirra fleiri en 5000 svo þægilegt sé.
Það er alveg merkilegt hvað hægt er að troða upp á okkur íslendinga. Sniðgöngum þetta ömurlega “trend” í íslenskri tónleikamenninga og krefjumst gæða fyrir peninginn. Þetta er svo sannarlega ekki “once in a lifetime” tækifæri, hann túrar Evrópu næstum tvisvar á ári, hefur verið í stanslausu tónleikaferðalagi síðan ca 1980 og er ekki að fara hætta í bráð.