Þetta er plata í vinnslu, David Gilmour, Rick Wright og Guy Pratt hafa verið að vinna við þetta, hún á að koma út í vor. Þarna eru nokkur gömul Floyd lög tekin og endurunnin með þjóðlaga og blús þema.
Haha, en Rick Wright er í alvöru að vinna að nýrri plötu og búinn að vera að því í dágóðan tíma, við fáum kannski eitthvað konkrít um hana bráðum, miðað við fyrri tvær sóloplötur hans verður þetta massagripur.
Já, reyndar, en ég hef samasem ekkert hlustað á sólóefni með neinum meðlimi Floyd svo að ég get ekki dæmt um það, en ég held að þeir séu samt betri sem heild, heldur en hver í sínu lagi.
Jájá, en þeir verða ekkert ein heild aftur þannig að ef maður vill nýtt stöff að þá er sólo dótið það eina sem maður hefur, og Rick Wright er líklegri en allir hinir til að gera gott sólostöff.
Þú mátt ekki gleyma Gilmour. Sólóplöturnar hans þrjár eru allar stórgóðar. Ég mæli líka eindregið með því að allir spili “So far away” sem kom út á fyrstu sólaplötu hans, David Gilmour hét hún, (lag númer fjögur).
Hvora ertu samt að fíla meira; Wet Dream eða Broken China?
Fékk Broken China og Wet Dream hjá Valda í sumar. Broken China er góð, hún er líka lengri en Wet Dream og þar eru hlutfallslega fleiri sungin lög og meiri textavinna.
Það eru margir, ég man ekki hverjir spiluðu með þeim á túrunum sem tengdust Division Bell og AMLOR. Og það er haugurinn allur af músíköntum sem spila með þeim á sólo tónleikum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..