Maharishi Mahesh Yogi er látinn…

MBL.is
Maharishi Mahesh Yogi, sem um tíma var hugleiðslukennari Bítlanna, lést á heimili sínu í Vlodrop í Hollandi í kvöld, 91 árs að aldri. Maharishi kenndi svonefnda háspekilega hugleiðslu samkvæmt forskrift Hindúa og eftir því sem árin liðu naut hún aukinnar virðingar.

Maharishi byrjaði að kenna hugleiðslu árið 1955 og árið 1959 stofnaði han skóla í Bandaríkjunum. Það vakti hins vegar heimsathygli þegar Bítlarnir fóru til Rishikesh á Indlandi árið 1968 þar sem Maharishi rak stofnun.

Þótt það slettist upp á vinskapinn milli Maharishi og Bítlanna varð hann eftirsóttur kennari og byggði upp mikið viðskiptaveldi.


http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/02/05/maharishi_mahesh_yogi_latinn/

Bless og Hare Krishna.