Ok, ég virði þennan mann rosalega og mér þykri hann frábær tónlistarmaður. Auðvitað heilin á bakvið Beach Boys, Pet Sounds og Holland, frábærar plötur. En í alvöru talað: Hann á ekki að reyna að syngja falsettu, það endar í svo miklum væl að það er, skammast mín fyrir að segja það, jú, bara hlægilegt. Hér er hann að flytja Surfs Up af meistaraverkinu Smile, sem hann byrjaði á 1967 og gaf út 2004. Mér fannst gaman að líta yfir gamlar upptökur af lögunum af plötuni og ég fann flutning af Surf's Up.
Hlustið á fyrstu línunar sem hann syngur….
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wBDqRLkA8ew
Vá, finnst ykkur að hann ætti að syngja falsettu. Hann nær nótunum alveg og allt það, en finnst ykkur þetta ekki vera svolítið mikið væl?