Vissi ekki hver fyrirsögnin átti að vera en allavega. Ég las helviti skemmtilegan lista um daginn. Hann var ekki um flottasta gítar, eða trommusóló, heldur var þetta listi um “Best Vocal Performance”.
Ég man að í fyrsta sæti var Ian Gillan með Child In Time skiljanlega og í öðru sæti var Roger Daltrey í laginu Love Reign O'er Me..frábært lag. En svo man ég ekki meir.

En ég vil bara spyrja ykkur í hvaða lagi ykkur finnst vera Best Vocal Peformance. Persónulega er ég hrifinn af.

Scandal - Freddie Mercury (Queen)
My Oh My - Noddy Holder (Slade)
Heart Of The Sunrise - Jon Anderson (Yes)
Moonage Daydream - David Bowie
og svo auðvitað Child In Time!!