lol… Þótt þú viljir vera eitthvað svaka háttvísinn þá meikar þetta lítið sem ekkert sense…
Vitaskuld er jú gott að hann fæddist, annars hefði hann varla gert allt það góða sem hann hefur, en það þýðir ekki að fæðing hans sé orsök þess góða, ég meina ef hann hefði ekki fæðst hefði mjög líklega einhver annar verið í hans stað.
Þetta er eins og… Segjum að fótboltalið verði til árið 1900, það vinnur ekki leik þar til 1950 og þá gengur liðinu mjög vel í nokkur ár, og eftir nokkur ár fer fólk að prísa árið 1900 vegna þess að þá varð það til. Hvers vegna ekki að gleðjast yfir árinu 1950 þegar það fór að gera góða hluti?
Ég meina, Bob Dylan væri ekki sá sami ef hann hefði ekki hlotið uppeldið sem hann fékk, hvers vegna ekki fæðingarár foreldra hans?
Hann hefði ekki orðið sá sami ef hann hefði ekki búið í Minnesota, hvers vegna ekki árið sem bærinn/borgin sem hann bjó í var byggð?
Hvers vegna ekki árið 1905 þegar afi hans og amma fluttu til bandaríkjanna frá úkraínu?