Úff erfið spurning. Svo góðir lagasmiðir, þó sérstaklega Roger Hogdson. En mér finnst Breakfast in America fádæma æðisleg plata! Finnst þetta helstu lögin svo..
Breakfast in America, Easy Does It, Goodbye Stranger, Logical Song & A Soapbox Opera þeirra langbestu lög (sem ég hef heyrt). Endilega tjekkiði samt á A Soapbox Opera, gríðarlega vanmetið lag!
Bætt við 26. júlí 2007 - 01:00 Einnig mæli ég með Lovers in the Wind frá sólóferli Roger!
Já bara fínt sko. Þeir eru með hundruðir þarna í einu… Flestar á 200 kall nema “fínari” plötur(s.s. Double Fantasy með Lennon og Meddle með Pink Floyd) sem eru aðeins dýrari. alltaf nýtt að koma. Þeir eru með bæði LP og SP(smáskífur)og ég keypti Gleðibankann með Icy um daginn :)
Svo sá ég annað eintak af Breakfast in America s.l. mánudag, gæti verið þar enn… Það er fjör hjá mér að fara þarna alltaf á mánudögum eftir vinnuna!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..