Ég hef verið svoldið inn í Leonard Cohen upp á síðkastið, annars er fátt nýtt, enn á fullu í Dylan, Springsteen og þess háttar ásamt því að kafa vel í sýkadelíuna (þar sem 13th Floor Elevators og Love bera hæst).
Da Capo er snilldarplata, öll lögin á henni mjög þétt, nei ekki eins góð og Forever Changes en það er nú ansi hátt viðmið. Reyndar eyðileggur síðasta lag plötunnar Revelation svoldið fílinginn, 19 mínútna jam session passar ekki vel við hin stuttu og hnitmiðuðu rokk/popp lögin. Ég skellti mér einnig á frumraun sveitarinnar um daginn, sem heitir einfaldlega Love og er þar fínasta plata á ferð, ekki eins góð og þær áðurnefndu en samt góð plata fyrir peningin, sérstaklega út af lögunum My Litte Red Book (kover af lagi eftir Burt Bacharach) og Signed D.C., afar góð lög. Einnig er á þeirri plötu útgáfa sveitarinnar af Hey Joe, en Hendrix var svo hrifinn af þeirri útgáfu að hann ákvað að gera sína eigin, sem sló eins og allir vita í gegn.
Einnig hef ég verið svoldið að kynna mér endurnýjun Dylans, var svoldið fastur í stöffinu sem hann gerði fyrir 76, en uppgötvaði um daginn hvað nýja efnið hans er að í raun gott, Time Out Of Mind er sennilega mín uppáhaldsplata í augnablikinu. Hinsvegar er ég ekki enn farinn að kafa í 76-97 árin, kristna tímabilið og þess háttar, ég einfaldlega þori því ekki.
Djöfull sáttur að þú sért að kynna þér Springsteen, allt of fáir sem það gera, þó skil ég ekki hvað allir eru hrifnir af Nebraska plötunni og álíku efni sem hann hefur verið að gera. Mér finnst einfaldlega allt fjörið sem er í gangi á plötum eins og The Wild, The Innocent & The E Street Shuffle og Born To Run vera miklu miklu betra en þetta dimma efni sem er til dæmis á Nebraska.
Da Capo er nú eiginlega full stutt. Bara ein hlið með fínum lögum, seinni hliðin er, tjah, Revalation er full mikið finnst mér. Hefurðu eitthvað hlustað á Love eftir Forever Changes? Hvernig er bandið eiginlega eftir að Bryan MacLean og Johnny Echols voru farnir úr sveitinni?
Sá Dylan sem ég hef kynnt mér skipti ég upp í tvö tímabil: frá Freewheelin' til Nashville Skyline, ‘62-’69 (hef ekki prufað sjálfa frumraunina) og svo er ég núna að færa mig yfir í ‘70-’76, New Morning til Desire. Þar hef ég reyndar bara spilað Planet Waves, Blood on the Tracks og Desire, ég fer hægt í gegnum þetta.
Springsteen. Ég hef alltaf verið mjög mikið fyrir The Wild, The Innocent and the E Street Shuffle og er allveg sammála þér með Nebraska samt eru flestir textarnir það mjög góðir en tónlistin er bara ekki sú sama. Sama á við um Tunnel of Love þar sem titillagið er svona frekar “cheesy”, samt nokkur sem eru góð þar, betri en Nebraska.
0
Hef ekkert hlustað á hana eftir að þeir hættu. Hinsvegar á ég live plötu frá 2003 þar sem Love spilar Forever Changes, þar er held ég bara Arthur Lee sem spilaði á upprunalegu plötunni, allavega var Bryan McLean látinn.
0