Mér fannst þetta því miður ekki góðir tónleikar.
Ástæður:
1) Soundið
var hræðilegt, var fremst og þegar er verið að halda stórtónleika á að spá í því að þeir sem eru fremst heyri ekki bara í mögnurum, en ég stóð semsagt fyrir framan Steve Morse og heyrði mjög hátt í honum, ekkert í Don eða Phil því að hljómborðin voru sett inná mónitorana og söngurinn líka. Mjög crappy.
2) Steve Morse
er fínn gítarleikari en ég var ekki alveg að fýla þessi sóló hjá honum, eða breikin. Þau voru eiginlega bara skvíl og hammer-tækni, alltof sjokkrokklegt. En hann er kannski þekktur fyrir allt þetta.
3) Trevor
var klikk. Bassi á að vera grunnur, ekki sóló aaaallllaannn tímann. Mjög flott en þreytandi til lengdar.
4) Sum lagavöl.
Ég hlusta lítið á nýja efni beggja hljómsveita og hefði viljað sjá nokkur lög í staðinn fyrir sum. En ég skil þetta fullkomnlega þar sem þeir eru á túr til að sýna þetta efnin sitt. Bara eins og gengur og gerist, hefðu mátt kynna lögin bara kannski, þá aðallega þessu nýju.
En það var líka sumt sem ég var geðveikt að fýla mig í, eins og gítarleikarinn í uriah heep, Mick Box, féll mjög ljúft í eyrað á mér. Deep Purple var alltaf með með svona djamm á milli, fýlaði sýruna hans Don mjög og fannst sniðugt að allt í einu fara þeir að taka ozzy lög og hendrix, og ian labbar bara út á meðan ;). Sáttur með Ian Paice, hann er alltaf svo sjúkur í þyrlum.
Allir aðrir voru bara meðal, ekkert að, ekkert til að hrósa fyrir. En overall mundi ég gefa þessum tónleikum 5,5/10. Er mjög viss um að þeir voru betri fyrir 25 árum. Þá voru þeir náttúrulega Deep Purple.
Þetta er allavega mín skoðun, og ég heyrði í útvarpinu einkunn á þessum tónleikum og þá var gefið uriah heep 5/10 og deep purple 2/10, en mér finnst það aðeins of langt gengið.
Pearl Masters BRX Midnight Fade 154# 10x9“ 12x10” 14x14“ 14x6,5” 20x16“