Ég vildi aðeins deila hérna örfáum lögum með ykkur með snillingunum í The Sweet.
Ég er ekki búinn að hlusta á annað síðustu mánuði og ég get ekki fengið leið á þessu.
Þetta eru geðveik lög, flottur gítar, grípandi laglínur, kraftmiklar trommur, æðislegur söngvari, Brian Connolly sem lést því miður fyrir 10 árum úr ofdrykkju.
Svo þessar bakraddir…þær eru oft verið taldar betri heldur en bakraddirnar hjá Queen.
Queen er betri hljómsveit, það fer ekki á milli mála en bakraddirnar finnst mér betri ef eitthvað er.
Tékkiði í viðlaginu í Lost Angels..gítarleikarinn er örugglega með hæstu rödd í sögu rokksins.
Hérna er ég með nokkur dæmi.
http://youtube.com/watch?v=4CqvQeUa38U&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=o4Zm8wJH4bI&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=8hWFz3mwonE
http://youtube.com/watch?v=5EWNFpNgDcM&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=3b9ikl5cV9k
Þetta er bara örlítið dæmi af öllum þeim frábæru lögum sem þessir snillingar gerðu…vona að þið nennið að horfa á þessi myndbönd og bara njótið…
þið eigið ekki eftir að sjá eftir því ;)